Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Qupperneq 21
21
var orðin til sem samfélag ríkja sem áttu í diplómatískum samskiptum sín á
milli fremur en stríðum – evrópsk siðmenning stæði þannig framar fram-
andi og fornum samfélögum í austri.48 Eitt af sérkennum Evrópu var til
dæmis sjálf „upplýsingin“ (fr. lumières) sem hefði orðið þar en ekki annars
staðar.49 Í myndrænum framsetningum á 17. og 18. öld var Evrópa iðulega
sýnd með kórónu eða sitjandi í hásæti. Hinar heimsálfurnar fjórar voru
sýndar lútandi henni.50
Hugmyndir um að Evrópa hefði sérkenni sem heimsálfa og væri öðrum
álfum æðri var því í gerjun á 17. og 18. öld. iðulega var vísað til forystu í
viðskiptum, vísindum, listum og tækni en sjálf orsökin fyrir forystu Evrópu
var þó talin hin kristna trú. Að því leyti var hugmyndin um Evrópu á þess-
um tíma beint framhald af sjálfsmynd kristinna manna á miðöldum og
hugmyndinni um sérstakt samband þeirra. Á hinn bóginn var þessi kristna
sjálfsmynd í æ ríkara mæli ótengd páfanum í Róm eða öðrum stofnunum
kristni.
En líta ber til þess að slík sjálfsupphafning var ekki einráð í samjöfn-
uði Evrópu við aðrar heimsálfur. Franski lærdómsmaðurinn Voltaire
(François-Marie Arouet, 1694–1778) benti á að vísindi, fræði og siðmenn-
ing ætti uppruna sinn í austri og dró þar sérstaklega fram hlut Kínverja.
Fyrir honum var staða vísinda og lista helsti mælikvarðinn á siðmenn-
ingu en forskot Evrópu á 18. öld væri ekki kristni að þakka.51 Hinn þýski
upplýsingarmaður Johann Heinrich Gottlob von Justi (1717–1771) ritaði
bók þar sem hann bar saman Evrópu og aðrar heimsálfur og gagnrýndi
ofmat Evrópumanna á sjálfum sér.52 Justi var ekki einn um gagnrýni á
48 Sjá J.G.A. Pocock, „Some Europes in Their History“, bls. 64–67; Pim den Boer,
„Europe to 1914: The Making of an idea“, bls. 63–65; Perry Anderson, The New
Old World, bls. 476–80.
49 „D’ailleurs il importe peu que l’Europe soit la plus petite des quatre parties du
monde par l’étendue de son terrein, puisqu’elle est la plus considérable de toutes
par son commerce, par sa navigation, par sa fertilité, par les lumières & l’industrie
de ses peuples, par la connoissance des Arts, des Sciences, des Métiers, & ce qui est
le plus important, par le Christianisme, dont la morale bienfaisante ne tend qu’au
bonheur de la société.“ Louis de Jaucourt, „Europe“, L’Encyclopédie ou Dictionnaire
raisonné des sciences, des arts et des mértiers, París, 1756, Vi, bls. 211–212.
50 Anthony Pagden, „Europe: Conceptualizing a Continent“, bls. 51.
51 Voltaire, Essai sur les mœurs et l’esprit des nations, ritstj. R. Pomeau, París: Garnier,
1963 [1756], bls. 810–812.
52 Johann Heinrich Gottlob von Justi, Vergleichungen der europäischen mit den asiat
ischen und andern vermeintlich barbarischen Regierungen, Berlín, Leipzig og Stettin:
Scriptor Verlag, 1762.
HUGMyNDiN UM EVRÓPU FyRiR 1800