Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 23
23
mála um þetta og á upplýsingartímanum mátti einnig finna gagnrýni á
þessa þjóðhverfu orðræðu. Þær efasemdaraddir náðu þó ekki yfirhönd-
inni á 19. öld, heldur þvert á móti, enda hófst þá mikill uppgangstími
Evrópuríkja sem enn er ekki lokið en sér þó fyrir endann á.
ú T D R Á T T U R
Hugmyndin um Evrópu fyrir 1800
Hér er leitast við að skýra þrennt: Í fyrsta lagi er ætlunin að skýra hvaðan hugtakið
Evrópa er komið og rætur þess í grískri orðræðu á fornöld. Í því samhengi verður
litið til almennra hugmynda um skiptingu heimsins í þrjár álfur sem voru ríkjandi
í lærðri orðræðu í vesturhluta Evrasíu fram á 16. öld. Í öðru lagi verður leitast við
að skýra hvers vegna mikilvægi Evrópu í pólitískri orðræðu fór vaxandi frá og með
15. öld og reyna að afmarka tímamót í því hvenær fyrst er hægt að greina „evrópska
sjálfsmynd“, ef hún er á annað borð til. Í þriðja lagi verður efling evrópskrar sjálfs-
myndar greind í samhengi við hugmyndir um stigveldi þjóða heims, þar sem sumar
voru æðri en aðrar. Slíkar hugmyndir mótuðust í tengslum við breytta heimsmynd,
í kjölfar þess að Evrópumenn uppgötvuðu tilvist fleiri heimsálfa. Ekki var þó um
skyndilega viðhorfsbreytingu að ræða heldur þróun á löngum tíma.
Lykilorð: Evrópa, heimsálfur, sjálfsmyndir, orðræða, heimsmynd.
A B S T R A C T
The Idea of Europe before 1800
The aim of this article is to explain the origins of the term Europe, its roots in
Ancient Greek toponymical discourse and the origin of the idea of three continents.
The second purpose is to analyze the rising importance of Europe in political disco-
urse from the 15th century onwards, and the subsequent stages in the formation of
European identities. Thirdly, the development of a European identity will be placed
in relation with the rise of a new world view following the European discovery of
the Western and Southern continents.
Keywords: Europe, continents, identities, discourse, world view.
HUGMyNDiN UM EVRÓPU FyRiR 1800