Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 29
29
samningunum í kjöl far fyrri heimsstyrjaldar, sem ýmsir líta á sem eina
helstu orsök heimsstyrjaldarinnar síðari,12 var í raun skrifað árið 1871
af Þjóðverjum sjálfum. Í lok fransk-prússneska stríðsins á árunum 1870–
1871 innlimuðu Prússar frönsku héruðin Alsace og Lorraine (Elsass og
Lothringen) í hið nýstofnaða þýska keisaradæmi. Jafnframt gerðu þeir
fjandmönnum sínum að greiða himinháar stríðsskaðabætur til þýska rík-
isins á þeirri forsendu að upphaf stríðsins hefði alfarið verið á franska
ábyrgð.13 Því má segja sem svo að Frakkar hafi launað Þjóðverjum lamb-
ið gráa við samningaborðið í Versölum árið 1919 þegar þeir, sem sigur-
vegarar í stríðinu, neyddu Þjóðverja bæði til að taka á sig alla sök vegna
styrjaldarinnar miklu – la Grande Guerre – og bæta þann skaða sem átök-
in höfðu valdið Frökkum. Schuman og skoðanasystkini hans vildu forð-
ast slíka friðargjörð, eða það sem hann kall aði „stjórnmál nauðungar“ (fr.
politique contrainte), eftir síðari heimsstyrjöld, því að hún yrði ekkert annað
en ávísun á nýjar deilur og ný stríð. Ríkin sem urðu undir í átökunum
hlytu að lokum að leita hefnda fyrir meint óréttlæti og misgjörðir í sinn
garð og þá hæfist leikurinn að nýju.14
Undirrót þessarar nýju sáttahugsunar og gagnkvæmu virðingar fyrir
málstað fyrrverandi óvinar má rekja til tortryggni Schumans í garð þeirrar
stjórnmálaarfleifðar sem hann og samtímamenn hans höfðu tekið í arf og átt
hafði sinn þátt í að leiða íbúa álfunnar út í tvær heimsstyrjaldir á fyrri helm-
ingi 20. aldar. „Við leitum ekki lengur eftir innblæstri frá Maurice Barrès eða
[Paul] Déroulède,“ skrifar Schuman í endurminningum sínum, en frum-fas-
ísk þjóðernisstefna þessara kumpána hafði byggst á gyðingahatri, hefnd-
arþorsta í garð Þjóðverja í kjölfar fransk-prússneska stríðsins, og andúð á
einstaklingshyggju, lýðræðisþróun og skynsemishyggju.15 Lokaniðurstaða
Roberts Schumans um þetta efni kemur fram í eftirfarandi orðum hans:
12 A.J.P. Taylor, The Origins of the Second World War, Harmondsworth: Penguin, 1964
[1961]; sbr. Ruth Hening, The Origins of The Second World War 1933–1939, London:
Routledge, 1985, og P.M.H. Bell, The Origins of the Second World War in Europe,
London: Longman, 1986.
13 Sjá t.d. Alain Plessis, De la fête impériale au mur des fédérés, 1852–1871, París:
Éditions du Seuil, 1979, bls. 222–224 og Michael Howard, The FrancoPrussian
War: The German Invasion of France, 1870–1871, New york: Dorset Press, 1990
[1961], bls. 432–438.
14 Robert Schuman, Pour l’Europe, bls. 93–108.
15 Pierre Birnbaum, „Affaire Dreyfus, culture catholique et antisémitisme“, Histoire
de l’extrême droite en France, ritstj. Michel Winock, París: Éditions du Seuil, 1993,
bls. 83–123; Robert Gildea, The Past in French History, New Haven: yale UP, 1994,
bls. 298–339.
EVRÓPUSAMRUNiNN OG ÞJÓÐRÍKiN