Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 30
30
Eftir tvær heimsstyrjaldir uppgötv uðum við loksins að besta trygg-
ing þjóða liggur ekki lengur í glæsilegri einangrun [fr. splendide
isolement] eða hernaðarmætti, hver sem styrkur þeirra kann að vera,
heldur í samstöðu þjóða sem stjórnast af sama anda og sem takast á
hendur sameiginleg verkefni sem þjóna sameiginlegum hagsmunum
þeirra.16
Með þessu hafnaði Schuman þeim þjóðernishroka sem tvær kynslóðir
Frakka höfðu þurft að blæða fyrir á vígvöllum Evrópu áratugina á undan,
því að þótt hefndin sé sæt þá leiðir hún sjaldnast til varanlegs friðar.
Þrátt fyrir þessa gagnrýni á þjóðernisstefnu í anda Barrès, Déroulèdes,
Charles Maurras eða, svo við lítum okkur nær í tíma, Le Pens, var Robert
Schuman ekki andstæðingur þjóðernisstefnu eða þjóðríkja. Ríki Evrópu
eru „sögulegur veruleiki“, fullyrðir hann í endurminningum sínum, og
bætir við að „það væri sálfræðilega útilokað að láta þau hverfa“. Markmiðið
væri því ekki að mynda einhvers konar evrópskt allsherjarríki (fr. super
État), enda taldi hann það ómögulegt.17 Á sama hátt og samfélög útrýmdu
ekki fjölskyldum var ekkert sem benti til þess að yfirþjóðlegt samstarf
Evrópubúa drægi úr innbyrðis samkennd fólks af sama þjóðerni eða sogaði
þjóðirnar í faðm einhvers konar evrópskrar allsherjarþjóðar. yfirþjóðlegt
samstarf ætti fremur, skrifaði Schuman, að skapa þjóðríkjunum nýjan
starfsvettvang þar sem ólíkar þjóðir tengjast á nýjan hátt; samstarfið bætti
við nýrri vídd í starfsemi þjóðríkjanna, ofan og utan við daglegt líf þeirra.
Landamæri ríkja yrðu með þessu móti ekki múrar sem greina þjóðir að,
heldur fremur sátta lína sem tengir þær saman.18
Þótt Schuman hafi ekki hugsað sem svo að Kola- og stálbandalaginu,
og síðar Efnahagsbandalagi Evrópu, væri stefnt gegn þjóðríkjum aðildar-
landanna þá var hann samt þeirrar skoðunar að efnahagsleg samþætting
ætti sér enga framtíð ef henni fylgdi ekki einhvers konar pólitísk sam-
þætting (fr. intégration politique); slík þróun væri „algerlega rökrétt, nauð-
synleg“, skrifaði hann. Erfitt er að lesa í það hvernig Schuman sá þessa
pólitísku samþættingu fyrir sér, enda var hún skammt á veg komin þegar
hann lést. Hann varaði þó eindregið við – og er það athyglisvert í ljósi þess
orðspors sem nú fer af Evrópusambandinu – að stjórnmálasamstarfið félli
í svipaðan farveg og honum fannst helst einkenna starfsemi lýðræðisríkja
16 Robert Schuman, Pour l’Europe, bls. 30.
17 Sama rit, bls. 24.
18 Sama rit, bls. 23.
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON