Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 31
31
Evrópu, það er að segja að það leiddi til „hóflauss skrifræðis og tækni-
hyggju“. Spáði hann því í almennum orðum að hin pólitíska samþætting
myndi leiða til þess að í framtíðinni yrðu kjörnir fulltrúar, í beinum kosn-
ingum, til einhvers konar Evrópuþings sem „hefði vald til að rökræða og
stjórna, í samræmi við stofnsáttmála bandalagsins“. Að auki spáði hann því
að stofnað yrði til náins samstarfs stjórnmálamanna sem störfuðu í umboði
hvers aðildarríkis fyrir sig.19 Segja má að þessi framtíðarsýn hafi í öllum
aðalatriðum ræst á síðustu árum.
Samstarf og samræming
Þótt einn helsti upphafsmaður Evrópusamvinnunnar hafi ekki getað
ímyndað sér heim án þjóð ríkja, þá hefur Evrópusambandið – og stefna
þess – engu að síður grafið undan þeim á ýmsan hátt. Þjóðerni skapast og
endurskapast á grundvelli aðgreiningar og andstæðna, þar sem hver þjóð
er skýrt afmörkuð frá öðrum þjóðum með vísun í menningarleg sérkenni
sín, sögu eða landfræðileg kennileiti. Evrópuhugsjónin nærist aftur á móti
á tilfinningunni um að Evrópubúar eigi sér einhvers konar sameiginlega
sjálfsmynd sem keppi við hinar ólíku þjóðarsjálfsmyndir í álfunni, þótt
þessi tvö lög sjálfsmynda útiloki ekki endilega hvort annað. Eftir því sem
samvinna Evrópusambandsþjóðanna verður víðtækari og nánari þá verða
mörk þjóðríkjanna og sameigin legs valdakerfis Evrópu um leið óskýrari.
Deilt er um hvar eigi að taka ákvarðanir um einstaka þætti í lífi þegnanna,
hverjir eigi að taka þessar ákvarðanir og hvernig, en tilhneigingin hefur
almennt verið sú að æ fleiri þeirra eru teknar sameiginlega af fulltrúum
sambandsríkjanna allra. Oft hefur þessi þensla í samvinnu ríkjanna sprott-
ið af meðvituðum ákvörðunum evrópskra leiðtoga, eins og birtist skýrt í
Schengen-samningnum og myntbandalagi evrulandanna. Stundum sprett-
ur hún þó af andstöðu við yfirlýst markmið þátttakendanna í samstarfinu,
vegna þess að samvinnan virðist í eðli sínu leiða til aukinnar samræmingar
og samþættingar í álfunni.
Samstarf Evrópulanda á sviði æðri menntunar er gott dæmi um hið síð-
astnefnda. Þannig hófst sú þróun – eða ferli (e. process) – sem nú er oftast
kennd við hina fornu háskólaborg Bologna á Ítalíu með sakleysislegri yfir-
lýsingu fjögurra evrópskra menntamálaráðherra (Bretlands, Frakklands,
Ítalíu og Þýskalands) vorið 1998 í París þar sem þeir tóku þátt í hátíð-
19 Sama rit, bls. 129–150.
EVRÓPUSAMRUNiNN OG ÞJÓÐRÍKiN