Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 33
33
Undanfari þessara tveggja yfirlýsinga var svokölluð Magna Charta
Universitatum-stefnuskrá sem samþykkt var á þingi evrópskra rektora í
Bologna árið 1988, en þar var lögð áhersla á þau gildi sem tengja evr-
ópska háskóla saman.23 Í þessu sambandi skiptu þó mestu máli samstarfs-
áætlanir á sviði háskólanáms og kennslu sem lönd Evrópubandalagsins
komu á seint á níunda áratugnum, en þær náðu til allra þeirra landa sem
áttu aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið frá árinu 1992.
ERASMUS-áætluninni, sem stofnuð var árið 1987, var ætlað að auðvelda
nemendum að afla hluta háskólamenntunar sinnar utan heimalandanna
og háskólakennurum að ferðast á milli landa og kenna í stuttan tíma við
erlenda háskóla. Þetta þótti talsverð nýjung í evrópskum menntamálum, í
það minnsta á síðari tímum, því að frá fyrri hluta 18. aldar hafði það heyrt
til nokkurra undantekninga að evrópskir háskólanemar leituðu út fyrir
landsteinana til að afla sér formlegrar menntunar þótt það hafi verið alsiða
á fyrri tíð.24 Markmiðið með samstarfinu var að samnýta námsframboð og
kennslukrafta evrópskra háskóla, fjölga valmöguleikum háskóla nema og
gera þeim kleift að kynnast menningu annarra Evrópulanda af eigin raun.
Með þessu átti ekki síst að skapa sterkari vitund meðal evrópskra háskóla-
borgara – og þar með meðal framtíðarleiðtoga álfunnar – um innbyrðis
menningartengsl Evrópubúa, en sú vitund var hugsuð sem einhvers konar
kjarni samevrópskrar sjálfsmyndar.25 Í fyrstu taldist nóg að semja það sem
kalla má þýðingarkerfi til að yfirfæra einkunnir og námseiningar á milli
menntakerfa, en til þess var þróað svokallað European Credit Transfer and
Accumulation System, eða ECTS í daglegu tali. Þetta kerfi er nú lykilþátt-
141–164, „The European dimension in higher education: An excursion into the
modern use of historical analogues“, Higher Education and the Nation State: the Int
ernational Dimension of Higher Education, ritstj. Jeroen Huisman, Peter Maassen
og Guy Neave, Oxford: Elsevier Pergamon, 2001, bls. 13–73, og „The Bologna
Process as Alpha or Omega, or, on interpreting History and Context as inputs
to Bologna, Prague, Berlin and Beyond“, European Integration and the Governance
of Higher Education and Research, ritstj. Alberto Amaral, Guy Neave, Christine
Musselin og Peter Maassen, Dordrecht: Springer, 2009, bls. 17–58.
23 Andris Barblan, „From the University in Europe to the Universities of Europe“,
bls. 557 og 572, Magna Charta Universitatum á íslensku: http://www.magna-
charta.org/library/userfiles/file/mc_icelandic.pdf.
24 Hilda de Ridder-Symoens, „Mobility“, A History of the University in Europe, 2. bindi,
Universities in Early Modern Europe, ritstj. Hilda de Ridder-Symoens, Cambridge:
Cambridge UP, 1996, bls. 416–448.
25 Alberto Amaral, „Higher Education in the Process of European integration,
Globalizing Economies and Mobility of Students and Staff“, Higher Education and
the Nation State, bls. 121–147.
EVRÓPUSAMRUNiNN OG ÞJÓÐRÍKiN