Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 44
44
haldi þau áfram að leika lykilhlutverk á sviði lýðræðislegrar umræðu, og
erfitt er að draga þá ályktun í efa.
Niðurstöður: frá kreppu til sambandsríkis?
Í nýlegu blaðaviðtali lýsir Göran Persson, fyrrverandi leiðtogi sænskra
jafnaðarmanna og forsætisráðherra Svíþjóðar, því yfir að Evrópusambandið
hljóti að stefna í átt til evrópsks sambandsríkis (s. europeisk federation), því
að það sé eina færa leiðin til að verja evrusamstarfið og bæta efnahags-
lega stöðu Evrópu gagnvart Bandaríkjunum og Kína.56 Án sameiginlegrar
fjármála- og skattastefnu Evrópusambandslandanna verður ekki hægt að
halda evrunni á floti, segir hann, en það kallar aftur á mun sterkari sam-
þættingu aðildarlandanna í framtíðinni. Skoðanir sem þessar hafa heyrst
oft á síðustu mánuðum, því að greiðsluvandi margra evrulanda hefur vakið
efasemdir um framtíð sameiginlegrar myntar Evrópuríkjanna, og þar með
um framtíð Evrópusambandsins sjálfs, nema skattastefna og fjárhagsstjórn
aðildarríkjanna verði sett undir einn hatt.57 Engin sátt ríkir um þessa fram-
tíðarsýn, en hún er enn eitt dæmið um það hvernig Evrópusamruninn kall-
ar á mun þéttari pólitíska sameiningu en evrópskir ráðamenn hafa léð máls
á fram að þessu. Þessi óvissa er reyndar ekki ný af nálinni, því að þótt ýmir
upphafsmanna Kola- og stálbandalagsins hafi litið á þjóðríkin sem óum-
flýjanlega staðreynd þá heyrðust þær raddir þegar á sjöunda áratug síðustu
aldar að markmið samrunans hlyti að vera eitt evrópskt ríki. Fyrsti for-
seti framkvæmdastjórnar Efnahagsbandalags Evrópu, Þjóðverjinn Walter
Hallstein, líkti þessu við það að ef hjólreiðamaður hægir á ferðinni þá fell-
ur hann af hjólinu og því mætti aldrei stöðva samrunaferlið.58
Ef þetta verður raunin í framtíðinni, þá er ljóst að ekki er hægt að
líta á Evrópusambandið fyrst og fremst sem einhvers konar bjarghring
56 Göran Persson, „EU kommer få gemensam skattepolitik“, Dagens industri, 14. júlí
2011: http://di.se/Default.aspx?pid=240190__ArticlePageProvider&epslanguage
=sv. [sótt 15. júlí 2011].
57 Joschka Fischer, fyrrverandi leiðtogi þýskra græningja og utanríkisráðherra Þýska-
lands, hefur viðrað svipaðar hugmyndir; J. Fischer, „Europe’s Sovereignty Crisis“,
Project Syndicate: http://www.project-syndicate.org/commentary/firscher64/Eng-
lish [sótt 15. ágúst 2011].
58 Paul Taylor, The End of European Integration, bls. 102; sjá einnig Jan Zielonka,
Europe as an Empire. The Nature of the Enlarged European Union, Oxford: Oxford
UP, 2006, bls. 7 og John Gillingham, European integration, 1950–2003: superstate
or new market economy? Cambridge: Cambridge UP, 2003, bls. 55–72.
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON