Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Síða 52
52
hómilíur, heilagra manna sögur, tímatalsfræði og veraldarsaga“.8 Af því má
leiða að um sé að ræða endurritanir og þýðingar úr latínu.
Írska og íslenska hafa vissulega allnokkra sérstöðu, en á þeim tungumál-
um var líkast til ritað hlutfallslega meira af slíkum ritum en á alþýðutungum
ríkja á meginlandi Evrópu. Ekki er auðsvarað hvernig á því stendur, en
írski þýðingafræðingurinn Michael Cronin hefur sett fram þá kenningu að
á Írlandi megi hugsanlega rekja það til þess að Írar tóku kristni af fúsum og
frjálsum vilja og voru ekki kúgaðir til þess af innrásarher eða heimsveldi.
Sókn þeirra eftir hinum nýja sið megi m.a. sjá af írskum glósum í kirkju-
legum miðaldahandritum varðveittum á meginlandi Evrópu.9 Það kann
því að vera að Írland og Ísland hafi verið á undan öðrum löndum Vestur-
Evrópu að móðurmálsvæða textaframleiðslu elítunnar, en eftir stendur að
bæði lönd voru á jaðri latneska menningarsvæðisins og höfðu kannski ekki
mikil áhrif á þróunina utan eigin landamæra. Mestu máli skiptir í þessu
sambandi að undir lok miðalda tóku hinir lærðu latínumenn í Vestur-
Evrópu smám saman að nota móðurmál sín til að rita bókmenntir og fræði
sem tóku mið af afrekum fornaldar.10
Sú breyting sem ég vil kenna við móðurmálshreyfingu varð helst vegna
tveggja menningarlegra lykilatburða sem studdir voru af tæknibyltingu
prentverksins. Sá fyrri er lítil bók sem rituð var við upphafi 14. aldar og er
eftir höfuðskáld Ítala á þeim tíma, Dante Alighieri. Hann skrifaði hana á
latínu undir heitinu De vulgari eloquentia og kom hún út nýlega í íslenskri
þýðingu titluð Um kveðskap á þjóðtungu.11 Markmið ritgerðarinnar var að
8 Sama rit, bls. 53–54.
9 Michael Cronin, Translating Ireland. Translation, Languages, Cultures, Cork: Cork
UP, 1996, bls. 9–11. Mannfræðingurinn Eugene Roosens hefur rætt sókn eftir
ríkjandi menningu í bók sinni Creating Ethnicity. The Process of Ethnogenesis, New-
bury Park, CA: Sage Publications, 1989.
10 Cronin bendir einnig á að klerkarnir írsku hafi raunar litið á menningu heiðinnar
fornaldar fremur jákvæðum augum; kannski annað merki um að „endurreisnin“ hafi
verið hafin þar á undan öðrum stöðum; hins vegar átti sér líka stað „endurreisn“
upp úr keisaradómi Karls mikla, Karlamagnúsar, þar sem hinni fornklassísku hefð
var við haldið að einhverju leyti með því sem síðar var kallað á latínu translatio
studii et imperii, sjá: http://www.britannica.com/EBchecked/topic/527967/clas-
sical-scholarship/29297/The-Carolingian-Renaissance?anchor=ref400629 [sótt
31.10.2011].
11 Dante Alighieri, Um kveðskap á þjóðtungu, þýð. Kristján Árnason, ritstj. Gottskálk
Jensson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2008. Ég hef fjallað um þetta áður í grein
minni „Málar íslensk málstefna málið inn í horn“ í Málstefna – Language Planning,
ritstj. Ari Páll Kristinsson og Gauti Kristmannsson, Reykjavík: Íslensk málnefnd,
2004, bls. 43–49.
GAUTi KRiSTMANNSSON