Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 57
57
Það er kannski í samræmi við kaldhæðna greiningu Max Weinreich að
„tungumál [sé] mállýska með flota og her“; spurningin er hins vegar hvort
menn verði ekki að hafa skilgreint mállýskuna sem þjóðtungu áður en þeir
fara að koma sér upp flota og her.27 Þjóðtungur eða tungumál þjóða eru
einmitt staðlað tungumál þjóðríkjanna, oft ein mállýska sem orðið hefur
ofan á, og þau halda þeim við með tilstilli menntakerfis síns, rétt eins og
þau halda uppi flota og her. Málið er flóknara þegar tungumál eins og t.d.
enska og þýska eru þjóðtungur fleiri en eins þjóðríkis, en slík ríki innleiða
oft staðlað afbrigði þjóðtungu sem er eitthvað frábrugðin máli hins ríkisins
eins og t.d. Noah Webster gerði þegar hann hóf að aðgreina bandaríska
ensku frá þeirri sem rituð var og töluð í móðurlandinu gamla.28 Belgíska
dæmið hér að framan sýnir hins vegar að samstaðan sem tungumál skapa
getur verið mikilvægari en sú samstaða sem ríkið skapar sjálft.
Seinni heimsstyrjöldin var að vissu leyti uppgjör við eða hrollvekj-
andi niðurstaða þjóðernisstefnu undanfarinnar aldar. Hún skildi Evrópu
eftir í rjúkandi rúst og valdalausa miðað við fyrri dýrð og sá hildarleikur
hlaut að leiða til þess að menn hugsuðu upp á nýtt. Grundvöllur var-
anlegs friðar í álfunni var að byggja hana upp í sameiningu og koma í veg
fyrir að hagsmunaárekstrar leiddu til blóðsúthellinga og styrjalda. Robert
Schuman orðaði það þannig 9. maí, 1950 að markmiðið væri að gera stríð
milli Frakka og Þjóðverja „ekki aðeins óhugsandi heldur útiloka þau var-
anlega“.29
yfirlýsingu Schumans má vel lesa sem yfirlýsingu um gjaldþrot þessarar
líkast til stærstu pólitísku uppfinningar Vesturlanda, þjóðríkisins, nema
ESB sé talið vera bragarbót á henni. Þjóðríkið hefur oft verið gagnrýnt
sem þröngsýnt fyrirbrigði sem helst hafi valdið styrjöldum og ófriði, en
einnig má leiða rök að því að þjóðríkið hafi verið sá vettvangur sem gerði
ur Evrópuríki, t.d. Ísland og Þýskaland, svo tvö dæmi séu nefnd. Það minnir þó
á flökkusöguna um Grím Thomsen sem á að hafa setið í fínu diplómataboði sem
fulltrúi Danmerkur við hliðina á belgískum diplómata. Sá belgíski á að hafa spurt
hvaðan Grímur kæmi og hlegið við þegar hann heyrði frá hvaða útnára sessunautur
sinn væri. Belginn spurði síðan hvaða tungu menn töluðu á þessu skeri og Grímur
ku hafa svarað að bragði, belgísku, og við það sljákkaði víst í sessunautnum.
27 Samkvæmt heimildum á veraldarvefnum mun Weinreich hafa heyrt þetta frá áheyr-
anda að fyrirlestri sem hann hélt og írónían er sú að hann heyrði og setti þessa
fullyrðingu fram á jiddísku, blendingstungumáli gyðinga sem hvorki átti her né
flota. Sjá t.d.: ttp://en.wikipedia.org/wiki/A_language_is_a_dialect_with_an_army_
and_navy [sótt 12.8.2011].
28 Baugh og Cable lýsa þessu ferli í A History of the English Language, bls. 357–365.
29 Sjá: http://europa.eu/abc/symbols/9-may/decl_en.htm [sótt 3.11.2011].
MÓÐURMÁLSHREyFiNGiN OG MÁLSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSiNS