Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 59
59
Málstefna ESB og þjóðtungurnar sem opinber mál
Eitt fyrsta verkefni Efnahagsbandalags Evrópu eins og það var fyrst nefnt
1957 var að semja reglur um þjóðtungur í samskiptum ríkjanna. Þegar í
Rómarsáttmálanum, í grein 217, er kveðið skýrt á um að allar reglur um
tungumál skuli teknar samhljóða.31 Í samræmi við það var síðan kveðið
á um það í reglugerð nr. 1/1958 að embættismálin yrðu ítalska, franska,
hollenska og þýska, en það voru opinber mál þeirra 6 ríkja sem fyrst urðu
aðilar.32 Þessi reglugerð hefur æ síðan verið endurskoðuð þegar ný ríki
hafa gengið í sambandið og ekkert sem bendir til þess að þar verði nein
breyting á, enda vandséð hvernig það ætti að gerast án þess að grafa undan
grundvelli sambandsins sjálfs.
Þær raddir hafa stundum heyrst að fækka þurfi opinberum málum og
jafnvel koma með hlutlausa málið interlingua sem tilbúið mál eins og esper
anto, en þetta rekst ævinlega á hinn pólitíska veruleika að ESB annast sam-
eiginlega löggjöf aðildarríkjanna og sú löggjöf þarf að komast til þegnanna
sjálfra. Það má því segja að móðurmálsréttur laganna tryggi rétt einstakra
tungumála.
Slíkar reglur eru afar mikilvægar fyrir smáþjóðir sem halda vilja menn-
ingarlegu fullveldi sínu, reyndar mikilvægari en flest annað að mínum
dómi. Án menningararfs síns og tungu hefðu Íslendingar t.a.m. átt miklum
mun erfiðara með að öðlast stöðu sjálfstæðs ríkis en ella. Þjóðtungan er
einn af hornsteinum íslenskrar sjálfsmyndar eins og sjá má á því vægi sem
íslenska hafði í sjálfstæðisbaráttunni. Vart þarf að nefna dæmi um svo sjálf-
sagða hluti í íslenskri menningu, en þess má þó geta að á Íslandi er haldið
upp á Dag íslenskrar tungu á afmælisdegi eins Fjölnismanna og hér, eins
og reyndar mjög víða í þjóðríkjum, er rekin opinber málnefnd og nýlega
hefur Alþingi samþykkt þingsályktun um íslenska málstefnu.33
31 Sjá: http://ec.europa.eu/economy_finance/emu_history/documents/treaties/rome-
treaty2.pdf [sótt 12.8.2011].
32 Sjá: lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=CELEX:31958R0001: EN: HT
ML og reglugerðin með síðari tíma breytingum: http://eur-lex.europa.eu/Lex-
UriServ/site/en/consleg/1958/R/01958R0001-20070101-en.pdf [sótt 3.11. 2011].
33 Sjá Ályktun um íslenska tungu 2010 frá Íslenskri málnefnd: http://www.islenskan.
is/Alyktun%20um%20stodu%20islenskunnar/Alyktun_iM_2010.pdf og Íslenska
til alls. Tillögur íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu samþykktar á Alþingi 12.
mars 2009. 2. útgáfa. Rit 44. Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Reykjavík,
2009. Einnig Guðmundur Hálfdanarson, „From Linguistic Patriotism to Cult-
ural Nationalism: Language and identity in iceland“, í Languages and identities in
historical perspective, ritstj. Ann Katherine isaacs, Pisa: PLUS Università di Pisa,
MÓÐURMÁLSHREyFiNGiN OG MÁLSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSiNS