Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 60
60
Þjóðtungurnar skipta smáþjóðirnar oftast mjög miklu máli og oft er
tungumálið einn af hornsteinum þjóðernisstefnu þeirra. Reyndar á það
við um margar þær stærri líka, eins og Frakka, en skipulega málrækt þeirra
má rekja aftur til Sjöstjörnuskáldanna frægu á sextándu öld og Frönsku
akademíunnar á þeirri sautjándu. Sjöstjörnuskáldin (fr. Pléiade), Pierre
Ronsard, Joachim du Bellay og fleiri fylgdu hinni nýju móðurmálshreyfingu
skáldskaparins í Frakklandi á 16. öld og gerðu frönsku að bókmenntamáli
sem átti að standa jafnfætis viðmiðum fornaldar. Eins og Dante byggðu
þeir skáldskap sinn og notkun tungunnar á fræðilegum grundvelli. Í þessu
efni má benda á Défense et illustration de la langue française (1549) eftir du
Bellay. Þessi hreyfing olli straumhvörfum (e. paradigm shift) í frönskum
bókmenntum. Franska akademían var svo stofnuð á 17. öld til að vinna
að framgangi franskrar tungu (eins og Íslensk málnefnd hér á landi) og
helsti stofnandi hennar var Richelieu kardínáli sem Henry Kissinger telur
að hafi fundið upp „hagsmuni ríkisins“, raison d’état, og þá er um að ræða
hagsmuni þjóðríkisins, eins og sýndi sig af framgöngu kardínálans í 30 ára
stríðinu þar sem hagsmunir franska ríkisins voru honum mikilvægari en
hagsmunir katólskrar kirkju.34 Vægi þjóðtungunnar er þó oftast meira hjá
smærri þjóðum enda hefur sýnt sig að oft vilja þeir sem ráða kúga minni
málsvæði til að skipta um tungumál.35
Mikilvægi þjóðtungnanna takmarkast þó ekki aðeins við þjóðfrelsisbar-
áttu og mótun sjálfsmyndar þjóða, heldur eru þær einnig mikilvægur þátt-
ur í lýðræðisþróun og upplýsingu almennings. Móðurmálshreyfingin hafði
nefnilega mikil áhrif á menntun Evrópubúa; með því að nota móðurmálin
til dreifingar upplýsinga í stað latínu jókst læsi í Evrópu, þarna hjálpaði
prentverkið, efnahagsþróunin og siðbreytingin, en grundvöllurinn var
samt sem áður sá að menn gátu notað móðurmálið til miðlunar upplýsinga
og það nýttist jafnvel ólæsum, sem hlustendum (e. listeners) eða áheyrend-
um (e. overhearers), því þótt þeir kynnu ekki að lesa þá gátu mun fleiri en
áður náð í upplýsingarnar sem um ræðir.
2005, bls. 55–67.
34 Sjá Henry Kissinger, Diplomacy, New york o.v.: Simon & Schuster, 1994, bls.
56–77.
35 Dæmin eru ótalmörg, Norður- og Suður-Ameríka sýna það vel; innan Evrópu hafa
margar smáþjóðir undir valdi annarra þurft að búa við tungumál þeirra í opinberu
lífi og gera oft enn. Það er því nærtækt að grípa til þjóðtungunnar í þjóðfrelsisbar-
áttu.
GAUTi KRiSTMANNSSON