Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Síða 73
73
grunn að bókmenntum á þjóðtungunni en fyrsta heildarútgáfa Biblíunnar
á slóvensku kom út árið 1584. Næstu 150 árin einkenndust af endurnýj-
uðum kaþólskum áhrifum, efnahagslegri stöðnun og milliríkjadeilum. Það
var ekki fyrr en á síðari hluta átjándu aldar, í valdatíð Maríu Theresu og
sonar hennar Jóseps ii. Austurríkiskeisara, að jarðvegur skapaðist á ný fyrir
þjóðlega vakningu í anda upplýsingar, með tilheyrandi söguritun, mál-
fræðirannsóknum og þjóðsagnasöfnun. yfirráð Napóleons yfir svæðinu á
árunum 1809 til 1813 skerptu enn frekar vitund heimamanna um eigin sér-
stöðu. Það tímabil austurrískra yfirráða sem á eftir fylgdi er gjarnan kennt
við rómantíska þjóðernishyggju en hún náði hámarki byltingarárið 1848.
Veruleg ólga var í samfélaginu og í kjölfarið var bændaánauð og ritskoðun
aflétt, farið var að birta lög ríkisins á slóvensku og slóvensku héruðin fengu
eigin fána. Á þessum tíma voru einnig settar fram kröfur um að slóvenska
yrði gerð að opinberu tungumáli og að komið yrði á fót háskóla í Ljúblíana.
Síðast en ekki síst voru mótaðar hugmyndir um sameiginlega sjálfstjórn
slóvensku héraðanna innan austurríska keisaradæmisins.9 Prešeren var af
ýmsum ástæðum kjörinn táknmynd þessarar menningarpólitísku baráttu.
Í kvæðum sínum hafði hann lagt áherslu á lykilhlutverk skálda og skáld-
skapar við að vekja upp þjóðarandann og skapað Slóvenum goðsögulega
fortíð með lýsingum sínum á hinu forna veldi Karantaníumanna, ekki síst í
Skírninni í Savíku og „Sonnettusveig“.10 Það fór líka svo að skrif frjálslyndra
menntamanna – „Ungra Slóvena“ eins og þeir voru nefndir – um skáldskap
Prešerens og ný útgáfa á ljóðum hans árið 1866 tryggðu honum smám
saman stöðu þjóðskáldsins. Líkt og Marijan Dovič hefur rakið má líta svo á
að sú staða hafi verið innsigluð í septembermánuði árið 1905 þegar líkneski
af skáldinu eftir ivan Zajec var afhjúpað í miðborg Ljúblíana að viðstöddu
fjölmenni. Fyrir aftan Prešeren á stöplinum er fáklædd skáldagyðja sem
heldur lárviðarlaufi fyrir ofan höfuð hans. En afhjúpun styttunnar var jafn-
framt fyrsti stóri áfanginn í helgifestu Prešerens sem þjóðardýrlings; til
marks um „það hjónaband bókmennta og þjóðernispólitíkur sem setti var-
anlegt mark sitt á síðari hluta 19. aldarinnar“.11
9 Hér er meðal annars byggt á Janko Prunk, A brief history of Slovenia, Ljúblíana:
Založba Grad, 2008, bls. 16–80.
10 Sjá Marko Juvan, „Transgressing the Romantic Legacy? ‘Krst pri Savici’ as a Key-
text of Slovene Literature in Modernism and Postmodernism“, Postmodernism in
Literature and Culture of Central and Eastern Europe, ritstj. Halina Janaszek-iv-
anićková og Douwe Fokkema, Katowice: Śląsk, 1996, bls. 245–256.
11 Marijan Dović, „France Prešeren: A Conquest of the Slovene Parnassus“, bls.
97.
MENNiNGARLEGiR ÞJÓÐARDÝRLiNGAR EVRÓPU