Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 75
75
og var hallari undir alþjóðahyggju og skandinavisma en hefðbundnar
þjóðernis hugmyndir. Að vísu liggur eftir hann ættjarðarkveðskapur, til
að mynda ljóðið „i Danmark er jeg født“ („Ég er fæddur í Danmörku“,
einnig þekkt undir heitinu „Danmark, mit fædreland“) sem sumir Danir
vildu gera að nýjum þjóðsöng og er enn sungið við hátíðleg tækifæri en
Andersen samdi textann árið 1850 meðan fyrra Slésvíkurstríðið stóð sem
hæst, „til að staðfesta þjóðhollustu sína, sem ýmsir efuðust um, meira að
segja vinir hans“.14 Í besta falli er unnt að túlka líf hans og feril sem tákn
um aukinn félagslegan hreyfanleika í kjölfar iðnvæðingar, þéttbýlismynd-
un og þá lýðræðisþróun sem átti sér stað í Danmörku á hans dögum.15
Ný stjórnarskrá árið 1849 kvað á um afnám einveldis í Danmörku, aukið
tjáningar-, trú- og félagafrelsi og lagði grunn að lýðræði í Danmörku. Eftir
önnur stríðsátök árið 1864 glötuðu Danir yfirráðum yfir Slésvík-Holstein,
en áður höfðu þeir misst Skán í hendur Svía, Noreg á braut til sjálfstæðis
og selt nýlendur sínar í Afríku og á indlandi til Breta. Danmörk var ekki
lengur stórveldi á evrópskan mælikvarða. Bændastéttin og fulltrúar vaxandi
verkalýðsstéttar létu til sín taka á hinum pólitíska vettvangi; völd konungs
og aðals fóru þverrandi. Í þessu samhengi má líta á Andersen sem fulltrúa
málamiðlunar milli einveldisins og þjóðríkisins enda fjalla mörg þekkt-
ustu ævintýri hans um samband hástéttar og alþýðu. Að mati Dags Heede
varð mikil og að nokkru leyti óvænt frægð skáldsins erlendis Dönum viss
uppbót fyrir niðurlæginguna sem þeir máttu þola 1864: „Andersen kemur
eins og kallaður til að ýta undir nýja ímynd og sjálfsskilning þjóðarinnar
sem „small but beautiful“, sjálft þjóðskáldið – hinn barngóði ævintýrahöf-
undur – verður kjörinn fulltrúi hins nýja putakóngsríkis, Danmerkur.“16
Þessi óvenjulega ímynd Andersens sem þjóðskálds var í mótun á fyrri hluta
áttunda áratugarins þegar byrjað var að safna fyrir styttu af honum í til-
efni af væntanlegu sjötugsafmæli árið 1875. Efnt var til samkeppni meðal
sónusögulegu og bókmenntafræðilegu púðri og alls konar yfirhylmingum hafi verið
eytt í að fela þá staðreynd að þjóðskáldið okkar er yfirmáta kvenlegur“. Dag Heede,
Hjertebrødre. Krigen om H.C. Andersens seksualitet, Odense: Syddansk Universitets-
forlag, 2005, bls. 7.
14 inge Adriansen, Nationale symboler i Det Danske Rige 1830–2000, 3. bindi, Kaup-
mannahöfn: Museum Tusculanums Forlag, Københavns Universitet, 2003, bls.
145.
15 Sjá Kristján Jóhann Jónsson, „Með dauða kráku, drullu og stakan tréskó“, Skáld
legur barnshugur: H.C. Andersen og Grímur Thomsen, ritstj. Katrín Jakobsdóttir,
Reykjavík: Mál og menning, 2005, bls. 12–37.
16 Dag Heede, Hjertebrødre, bls. 28.
MENNiNGARLEGiR ÞJÓÐARDÝRLiNGAR EVRÓPU