Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 76

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 76
76 myndhöggvara en val og afhjúpun verksins dróst á langinn vegna þess að Andersen vildi ekki að barn fengi að vera hjá honum á stöplinum, eins og gert var ráð fyrir í fyrstu verðlaunatillögunni. Honum hugnaðist, að sögn, ekki að vera þröngt skilgreindur sem barnabókahöfundur.17 Styttan var ekki afhjúpuð í Kaupmannahöfn fyrr en árið 1880; Andersen situr í stól með bók í annarri hendi en lyftir hinni, eins og hann sé að biðja um hljóð. Framan á fótstalli styttunnar er lárviðarkrans. Einveldi, kirkja, þjóðríki Breski sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm hefur rakið hvernig fjöldafram- leiðsla þjóðernispólitískra hefða hófst í mörgum ríkjum Evrópu á árabilinu 1870 til 1914. Hann lítur svo á að lýðræðisþróunin í álfunni hafi kallað á nýjar leiðir til að beisla ólíka þjóðfélagshópa og rækta með þeim hollustu gagnvart ríkisvaldinu. Komið var á fót nýjum „opinberum frídögum, hátíð- legum athöfnum, hetjum og táknum“.18 Enda þótt börn á skólaskyldualdri og ört vaxandi hópar opinberra starfsmanna væru meðfærileg í þessum tilgangi var lykilatriði að stjórnvöldum tækist að virkja almenning til fylgis við ný þjóðartákn og siði. Til skýringar nefnir Hobsbawm tilraunir þýska keisaradæmisins til að hefja Vilhjálm i. Þýskalandskeisara á stall. Fram til ársins 1902 voru reistar 327 styttur af Vilhjálmi í Þýskalandi auk þess sem afmælisdagur hans var gerður að árlegum hátíðardegi. Frumkvæðið kom hins vegar að ofan og hafði aldrei þau tilætluðu áhrif að skilgreina keis- arann sem föður sameinaðs Þýskalands. Þar skaut fyrsti kanslari ríkisins, Otto von Bismarck, Vilhjálmi ref fyrir rass en á fyrsta árinu eftir andlát kanslarans ákváðu hvorki fleiri né færri en 470 héruð og bæjarfélög að reisa svokallaðar Bismarck-súlur í minningu hans. Lýsing Hobsbawms gefur til kynna að menn á borð við Bismarck, Prešeren og Andersen – við Íslendingar getum bætt Jóni Sigurðssyni og hugsanlega Jónasi Hallgrímssyni við þessa upptalningu – hafi tekið við hlutverki einvaldsins sem sameiningartákn þjóðríkisins. Aðrir fræðimenn hafa lagt áherslu á að uppgangur menningarlegrar þjóðernisstefnu sé einn- ig tengdur róttækum breytingum á stöðu trúarinnar í samfélaginu. Þekktur málsvari þessa viðhorfs er breski sagnfræðingurinn Benedict Anderson en 17 „H.C. Andersen Monument“, Illustreret Tidende 4. júlí 1880, bls. 415–416. 18 Eric Hobsbawm, „Mass-Producing Traditions: Europe, 1870–1914“, The Invention of Tradition, ritstj. Eric Hobsbawm and Terence Ranger, Cambridge: Cambridge University Press, 1983, bls. 263–367, hér bls. 263. JÓN KARL HELGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.