Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 81
81
eru þó bæði tengd konungsfjöl-
skyldunni og borgaryfirvöld-
um. Styttunni sem afhjúpuð var
af hon um árið 1880 var fundinn
staður í Konungsgarðinum nálægt
miðborg Kaupmannahafnar.
Hún stendur skammt frá Rósen-
borgarhöllinni þar sem djásn
dönsku krúnunnar eru geymd.
Árið 1961 var önnur bronsstytta
af skáldinu eftir Henry Luckow-
Nielsen sett upp hægra megin
við ráðhús borgarinnar og blas-
ir þar við þeim sem eiga leið
um Ráðhústorgið.29 Fjölda ann-
arra brjóstmynda og líkneskja af
báðum skáldum er hægt að finna
í heimalöndum þeirra, ekki síst á
stöðum sem snerta líf þeirra eða
verk, eins og vikið er að hér á
eftir.
Annar opinber vettvangur sem
nýttur hefur verið til að sviðsetja
líkama þjóðardýrlinga er gjald-
miðill ríkisins. Löng hefð er fyrir
því að slá vangamynd ríkjaleiðtoga
í mynt en rætur þeirrar hefðar eru að einhverju leyti trúarlegar; á einni elstu
varðveittu mynt Forn-Grikkja má til að mynda greina höfuð gyðjunnar
Aþenu.30 Á síðari öldum færðist þessi venja yfir á seðla og frímerki en ætla
má að hinu þekkta andliti hafi í og með verið ætlað að vekja traust almenn-
ings á verðgildi málmsins eða pappírsins.31 Frá því að farið var að slá danska
mynt snemma á sautjándu öld var algengast að hafa þar mynd, innsigli,
29 Bent Zinglersen, Københavnske monumenter og mindesmærker, Kaupmannahöfn:
Politikens Forlag, 1974, bls. 105–106 og 163.
30 Sjá David Sacks, Encyclopedia of the Ancient Greek World, útgáfa endurskoðuð af Lisu
R. Brody, New york: Facts on File, inc., 2005, bls. 87–88.
31 Sjá nánar um þetta efni: Jón Karl Helgason, „Táknrænn gullfótur íslenskrar
seðlaútgáfu“, Skírnir 169 (vor), 1995, bls. 211–222.
MENNiNGARLEGiR ÞJÓÐARDÝRLiNGAR EVRÓPU
Styttan af Hans Christian Andersen í
Kongens Have í Kaupmannahöfn, mynd úr
Illustreret Tidende frá 1880.