Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 82
82
skjaldarmerki eða önnur tákn konungs. Sömu sögu er að segja af dönsk-
um frímerkjum en farið var að prenta þau um miðja nítjándu öld. Fyrstu
dönsku peningaseðlarnir voru gefnir út snemma á átjándu öld en það var
ekki fyrr en rúmri öld síðar að farið var að leggja eitthvað upp úr hönnun
þeirra. Andlit konungs var þar gert að vatnsmerki en myndefnið var fjórir
rómverskir guðir. Þegar ný seðlaröð var gefin út árið 1875 héldu guðirnir
stöðu sinni nema hvað aftan á 500 króna seðlinum voru vangamyndir af
dansk-íslenska myndhöggvaranum A.B. Thorvaldsen og efnafræðingnum
H.C. Ørsted. Haldið var áfram á sömu braut á nýrri seðlaröð á árunum
1945 til 1947 en þá bættust verkfræðingurinn og stjörnufræðingurinn Ole
Rømer, stjórnmálamaðurinn Chr. D.F. Reventlow og H.C. Andersen í
hópinn.32 Í millitíðinni, árið 1935, hafði Andersen orðið fyrsti nafngreindi
einstaklingurinn utan konungsfjölskyldunnar til að fá mynd birta af sér á
dönsku frímerki.33 Þar sem Slóvenía var hluti austurríska keisaradæmisins
fram að lokum fyrri heimsstyrjaldar og varð þá, ásamt Króatíu og Serbíu,
hluti af slavnesku sambandsríki, hófst sjálfstæð, þjóðernisleg myntslátta
og seðla- og frímerkjaútgáfa þar síðar en í Danmörku. Þó voru gefin út
þrjú júgóslavnesk frímerki (3, 5 og 10 dínara) með mynd af Prešeren á 100
ára ártíð hans 1949 og hálfri öld síðar bættist fjórða frímerkið við.34 Eftir
hrun kommúnismans tók Slóvenía tímabundið upp óopinberan gjaldmiðil,
lipu, og var mynd Prešerens þar á einni myntinni. Eftir að landið lýsti yfir
sjálfstæði 1990 tók það upp slóvenskan tolar og var Prešeren þá meðal sjö
merkismanna úr sögu þjóðarinnar sem skreyttu fyrstu seðlaröðina. Eftir
að Slóvenía gekk í Evrópusambandið rataði vangamynd skáldsins síðan á
slóvenska tveggja evru mynt.35
Enda þótt grafir, líkneski og íkonamyndir þeirra Andersens og Prešerens
séu að mörgu leyti sambærileg er rétt að ítreka að stigsmunur er á því hlut-
verki sem líkamsmyndir þessara tveggja menningarlegu þjóðardýrlinga
leika í hvoru landi fyrir sig. Þegar hugað er að pólitísku framhaldslífi lík-
ama Andersens er eðlilegt að líta á það sem útvíkkun þeirra veraldlegu
32 inge Adriansen, Nationale symboler i Det Danske Rige 1830–2000, 1. bindi, Kaup-
mannahöfn: Museum Tusculanums Forlag, Københavns Universitet, 2003, bls.
260–266.
33 Sama rit, bls. 279.
34 Hér er stuðst við: Dmitrys Karasyuk, „The classical literature / Plots / Prešern“,
Philiatelia.net: http://www.philatelia.net/classik/plots/?id=2799 [sótt 14. apríl
2011].
35 Sjá Zmago pl. Jelinčič, „Prešeren on Slovene Money“, France Prešeren: http://www.
preseren.net/ang/5-3_denar.asp [sótt 24. apríl 2011].
JÓN KARL HELGASON