Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 83
83
hefða sem skapast höfðu innan
danska konungsríkisins. Andersen
hefur smám saman orð ið eins
kon ar fóstursonur konungsfjöl-
skyldunnar, en hún leikur enn
mikilvægt táknrænt hlutverk í
Danmörku þrátt fyrir takmörkuð
pólitísk áhrif.36 Tilstandið í
kring um líkama Prešerens í Sló-
veníu virðist hafa trúarlegri skír-
skotun. Það er til að mynda ljóst
að minningarlundinum sem við
hann er kenndur er ætlað að
vera einhvers konar helgistaður.
Í opinberri kynningu bæjaryfir-
valda í Kranj segir að lundurinn
hafi í senn „sögulegt og andlegt
hlutverk. Þetta er staður þar sem
fólk getur leitað hvíldar, hugleitt
og notið menningarlegs innblást-
urs.“37 Þá ber staðsetningin á
styttu skáldsins framan við eina af
höfuðkirkjum Ljúblíana einkenni
uppskafnings. Á sínum tíma var
litið á minnismerkið (einkum fáklædda skáldagyðjuna) sem ögrun við
kirkjuna og íhaldssöm stjórnmálaöfl en segja má að smiðshöggið á þessa
afhelgun hafi verið rekið eftir valdatöku kommúnista árið 1949 þegar
torgið sem styttan stendur á var skírt Prešeren-torg. Áður hafði það verið
nefnt Maríutorg með vísan til kirkjunnar en María mey hefur um aldaraðir
verið opinber verndardýrlingur kaþólskra íbúa Slóveníu.
36 Þess má geta að því hefur verið haldið fram að Andersen sé launsonur Kristjáns
áttunda Danakonungs. Sjá meðal annars: Jens Jørgensen, H.C. Andersen – En sand
myte, Kaupmannahöfn: Hovedland, 1987; Rolf Dorset, Paradisbarnet. En bog om
H.C. Andersens herkomst, Kaupmannahöfn: Tiderne Skifter, 2004; Claus Friisberg,
H.C. Andersen og Christian VIII – De Kongelige Fugle, Gråsten: Vestjysk Kulturforlag,
2008.
37 „Preseren’s Grove“, Kranji – Slovenia: http://kraji.eu/slovenija/presernov_gaj/eng.
[sótt 11. apríl 2011].
MENNiNGARLEGiR ÞJÓÐARDÝRLiNGAR EVRÓPU
Styttan af France Prešeren á Maríutorgi
í Ljúblíana í Slóveníu, póstkort frá fyrri
hluta 20. aldar.