Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 84
84
Gripir og skrín
Hugsanlega má líta á söfnun og útgáfu á eiginhandritum skálda sem hlið-
stæðu við varðveislu helgra dóma á vegum kirkjunnar. Hér er þó um að
ræða ótvíræðar menningarlegar afurðir höfundarins sem nýtast við fræði-
lega útgáfu á verkum hans og umfjöllun um þau. Áhugi manna á þessu efni
ber væntanlega fremur vott um sterka bókmenntasögulega stöðu viðkom-
andi en beina blætisdýrkun. öðru máli gegnir þegar fatnaður, húsgögn og
jafnvel heimili hins látna eru opinberlega skilgreind sem safngripir með
sérstakt menningarsögulegt gildi. Slíkt kann að vera liður í helgifestu þjóð-
ardýrlings eða afleiðing hennar. Í mörgum tilvikum spilar þó hér einnig
inn í viðleitni tiltekinna bæjarfélaga eða héraða til að tryggja sér hlutdeild
í minningu viðkomandi.38
Sú rækt sem bæjaryfirvöld í Óðinsvéum hafa lagt við nafn H.C.
Andersen er skýrt dæmi um það síðarnefnda en hana má rekja allt aftur
til ársins 1867 þegar Andersen var gerður þar að heiðursborgara.39 Næsta
skref var tekið árið 1888 þegar líkneski Louis Hasselriis af Andersen var
afhjúpað í Konungsgarðinum í Óðinsvéum en myndhöggvarinn hafði
gert drög að verkinu fyrir samkeppnina í Kaupmannahöfn hálfum öðrum
áratug fyrr. Styttunni var síðan fundið nýtt heimili, nær miðbænum, árið
1905 og varð þessi önnur afhjúpun hennar liður í hátíðarhöldum bæjarbúa
í tilefni af aldarafmæli skáldsins.40 Um sama leyti datt Ernst Bojesen for-
stjóra Gyldendal-forlagsins, sem var að senda frá sér rómaða hátíðarútgáfu
af ævintýrum og sögum Andersens, í hug að koma á fót safni um skáldið
í hornhúsi við Hans Jensens Stræde 43–45 þar sem talið var að Andersen
hefði fæðst. Bæjaryfirvöld keyptu bygginguna í þessum tilgangi með fjár-
styrk frá Bojesen og var safnið opnað þremur árum síðar. Í lifanda lífi
þrætti Andersen hins vegar fyrir að hafa búið þarna nokkru sinni, í fátæk-
38 Mörg fleiri sjónarmið koma vissulega til greina, ekki síst ef um er að ræða hús eða
heimili sem rithöfundurinn hefur „sett saman“ á meðvitaðan hátt og jafnvel litið á
sem hluta af sköpunarverki sínu. Sjá Harald Hendrix, „Writers’ Houses as Media
of Expression and Remembrance. From Self-Fashioning to Cultural Memory“,
Writers’ Houses and the Making of Memory, ritstj. Harald Hendrix, New york og
Oxon: Routledge, 2008, bls. 1–11.
39 Sjá Elias Bredsdorff, H.C. Andersen. Mennesket og digteren, Kaupmannahöfn: Fre-
mads Fokusbøger, 1985, bls. 320–321.
40 Sjá „Mindesmærket i Odense for H.C. Andersen“, H.C. Andersen Information:
http://www.hcandersen-homepage.dk/mindesmaerke-hca-odense.htm [sótt 19. apríl
2011].
JÓN KARL HELGASON