Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 86
86
gersemi og breyta því í einhvers konar Prešeren-safn“.44 Vandinn var sá að
ættmenni Prešerens voru enn búsett þarna en samið var um að byggja nýtt
hús annars staðar í garðinum fyrir þau. Finžgar og félagar hans komu á
fót nefnd virtra borgara, einkum háskólamanna og rithöfunda, sem annast
skyldi framkvæmdir og standa fyrir samskotum en áætlaður kostnaður
vegna þessa verkefnis nam 250.000 dínurum. Drjúgum hluta upphæð-
arinnar var safnað af slóvenskum skólabörnum. Höfðu menn reiknað út
að ef hvert þeirra gæfi 1 dínar, svonefndan Prešeren-dínar, væri björninn
unninn. Söfnunin hófst á dánardegi skáldsins, 8. febrúar 1938, með sér-
stakri hátíðardagskrá í skólum landsins. Enda þótt afraksturinn stæðist
ekki fyllilega væntingar var ráðist í verkefnið og var safnið opnað vorið
1939. Líkt og safn Andersens við Munkemøllestræde er það að mestu búið
húsgögnum sem gefa einungis vísbendingu um hvernig þarna var umhorfs
þegar Prešeren fæddist en þó er þarna vagga sem talið er að skáldið hafði
sofið í fyrstu æviárin. Því má bæta við að í janúar 2011 ákvað slóvenska
ríkisstjórnin að fæðingarstaður Prešerens kæmist á lista yfir mikilvægar
slóvenskar menningarminjar en heimamenn höfðu barist fyrir slíkri viður-
kenningu undanfarin átta ár.45
Heimili og skrifstofa Prešerens á annarri hæð gamallar byggingar við
eina aðalgötuna í Kranj voru opnuð almenningi sem sérstakt Prešeren-
safn árið 1964, en þá hafði þetta húsnæði verið nýtt í um áratug af héraðs-
safninu. Safnið var endurnýjað og stækkað árið 2000; á jarðhæðinni er nú
safnbúð og sýningarsalur en í íbúðinni á efri hæðinni má meðal annars sjá
fæðingarvottorð Prešerens, einkunnir, sendibréf og eiginhandrit en einnig
húsgögn úr búi hans sem eru að hluta til í eigu slóvenska þjóðminjasafnsins.
Á meðan varðveisla hússins í Vrba var upphaflega liður í helgifestu skálds-
ins sem þjóðardýrlings ber safnið í Kranj, rétt eins og minningarlundurinn
sem áður var nefndur, fremur vott um vilja heimamanna til að eigna sér
hlut í minningu hans. Nú orðið heyra reyndar bæði húsin undir héraðssafn
Efri-Karníólu, sem hefur höfuðstöðvar annars staðar í bænum, en þar eru
til sýnis enn fleiri gripir sem tengjast lífi og verkum skáldsins.46
44 Tilvitnun fengin frá Jože Šifrer, „Prešeren’s birth house“, Prešeren’s Vrba, Cultural
and natural monuments of Slovenia 197, Ljúblíana: Ministry og Culture, Cultural
Heritage Office and Jesenice Museum, 2000, bls. 37.
45 „Birthplace of Slovenia’s Preeminent Poet Declared Cultural Monument“, Slo
ven ian Press Agency: http://www.sta.si/en/vest.php?s= a&id=1595124 [sótt 27. apríl
2011].
46 Hér er stuðst við bækling Prešeren-safnsins í Kranj: Prešernova Hiša, Kranj: Go-
renjski mizej, 2005 og upplýsingavef slóvenska menntamálaráðuneytisins: „Go-
JÓN KARL HELGASON