Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 88
88
ára fæðingarafmæli skáldsins. Staðreyndin er sú að stórafmæla og ártíða
menningarlegra þjóðardýrlinga er undantekningalítið minnst af hálfu
opinberra aðila, meðal annars með athöfnum sem tengjast helgum dómum
úr lífi þeirra. Í þessum tilvikum var verið að varðveita nöfn hinna látnu.
Með hliðsjón af hugtakaforða kirkjunnar er hægt að lýsa athöfninni sem
skírn sem áhrif hefur á opinbert rými samfélagsins. Í íslensku merkir skírn
hreinsun en sú merking á vel við í slóvenska dæminu þar sem verið var að
stroka út kaþólskar leifar af götukortinu. Athöfnin er hliðstæð þeirri breyt-
ingu sem gerð var á götuheitum í París í kjölfar frönsku byltingarinnar 1789
þar sem menn lögðu sig fram um að útrýma opinberum tilvísunum til ein-
veldisins og trúarinnar. Þekkt dæmi um þetta er þegar eigandi hússins þar
sem Voltaire andaðist breytti heiti götunnar sem húsið stendur við úr Quai
les Théatins, sem vísar til samnefndrar klausturreglu, í Quai Voltaire. Hann
skapaði þannig áhrifaríkt fordæmi fyrir fleiri breytingar af sama tagi.47
Í ensku hefur orðið baptism hliðstæða merkingu og skírn en þar er líka
notað orðið christening eða kristnun um það þegar börn eru skírð. Í kaþ-
ólskri hefð er algengt að skíra börn nafni helgs einstaklings í þeirri trú að
sá verði verndardýrlingur viðkomandi. Unnt er að líta á heiti á götum,
torgum, stofnunum, byggingum og görðum með sömu augum. Með því
að gefa einstökum stöðum nöfn sem vísa til Prešerens og Andersens er
verið að helga viðkomandi bæjarfélag og íbúa þess arfleifð þjóðardýrlings-
ins. Þessi hefð virðist afar rík í Slóveníu en hana má rekja aftur til síðari
hluta 19. aldar. Er nú svo komið að allar borgir og stærri bæir þar í landi
eiga ýmist Prešeren-götu eða Prešeren-torg. 48 H.C. Andersen-götur og
-vegir skjóta með hliðstæðum hætti upp kollinum víða í borgum og bæjum
í Danmörku en þegar hugað er að arfleifð Andersens frá þessum sjónarhóli
kemur vel í ljós hvað hann hefur víðtæka skírskotun. Á danskri upplýs-
ingasíðu um skáldið má til að mynda finna lista yfir meira en eitt hundrað
skólastofnanir í átján löndum víðs vegar um heiminn sem bera nafn danska
skáldsins en aðeins tvær þeirra eru í Danmörku.49
47 Sjá Priscilla Parkhurst Ferguson, Paris as Revolution. Writing the NineteenthCentury
City, Berkeley, Los Angeles, Oxford: University of California Press, 1997, bls. 26.
48 Leit á Google Earth leiðir í ljós að tugir borga og bæja í Slóveníu hafa ýmist
Prešeren-götu (Prešernova cesta) eða Prešeren-stræti (Prešernova ulica) en Prešeren-
torg (Prešernov trg) eru mun sjaldgæfari. Að sögn Marijan Dovič má að auki víða
finna leikskóla, barnaskóla, menntaskóla, menningarmiðstöðvar og stofnanir sem
kenndar eru við skáldið.
49 Sjá „Hans Christian Andersen Schools in the World“, H.C. Andersen: Information:
http://www.hcandersen-homepage.dk/h_c_andersen_schools.htm [sótt 21. apríl
JÓN KARL HELGASON