Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 89
89
önnur algeng leið opinberra aðila til að varðveita nöfn þjóðardýrlinga
er að kenna við þá verðlaun en í slíkum tilvikum er unnt að líta á verð-
launaveitinguna sem vígslu þar sem verðlaunahafinn er tekinn inn í söfnuð
útvalinna arftaka hins látna. Árið 1947 hóf slóvenska menntamálaráðu-
neytið að úthluta svonefndum Prešeren-verðlaunum sem njóta afar mikill-
ar virðingar. Fyrstu árin voru þau veitt bæði fyrir afrek á vettvangi vísinda
og lista en frá árinu 1961 hafa vísindaverðlaunin verið kennd við aðra en
skáldið. Verðlaunahafar eru valdir af sérstakri nefnd sem ríkisstjórnin til-
nefnir og þingið kýs en verðlaunin sjálf eru tvískipt: Annars vegar er um að
ræða heiðursverðlaun sem veitt eru einum eða tveimur einstaklingum sem
unnið hafa sérstök afrek á vettvangi menningarinnar. Nemur verðlaunaféð
tæpum 18.000 evrum. Hins vegar fá sex listamenn úthlutun úr svonefnd-
um viðurkenningarsjóði Prešerens og nemur styrkur hvers og eins tæplega
6.000 evrum.50 Verðlaunin hafa frá upphafi verið afhent í tengslum við
dánardag skáldsins en frá og með lokum síðari heimsstyrjaldar hefur hann
verið haldinn hátíðlegur af hálfu Slóvena. Hugmynd að slíkum hátíð-
isdegi var fyrst rædd í bæklingi sem slóvenska andspyrnan sendi frá sér
árið 1942, á tímabili þegar reynt var að takmarka tjáningarfrelsi slóvenskra
listamanna. Það var síðan í ársbyrjun 1945 að Þjóðfrelsisnefnd Slóveníu,
sem réð yfir héruðum í suðausturhluta landsins, tilkynnti að 8. febrúar
skyldi Prešerens minnst í dagblöðum, skólum, leikhúsum og fleiri menn-
ingarstofnunum en markmiðið var að vekja almenning til vitundar um
mikilvægi menningarinnar. Eftir að Slóvenía öðlaðist sjálfstæði var síðan
ákveðið að dagurinn yrði opinber frídagur og er hann nefndur fullu nafni
„Dagur Prešerens: slóvenski menningarfrídagurinn“.51 úthlutun verð-
launanna er ein af mörgum opinberum athöfnum sem tengjast þessum
hátíðisdegi. Í fréttatilkynningu frá slóvenska menntamálaráðuneytinu kom
fram að menningarmálaráðherrann hefði að morgni 8. febrúar 2010 lagt
blómsveig á gröf Prešerens í Kranj og opnað þar sýningu sem helguð var
slóvenskri þjóðmenningu en flutt eftir hádegi ávarp á fjölsóttri athöfn við
2011]. Leit á Google Earth að H.C. Andersen-götum, -vegum, og -stígum (H.C.
Andersens Gade, H.C. Andersens Vej, H.C. Andersens Alle) leiðir í ljós umtalsverða
tíðni slíkra nafna í dönskum borgum og bæjum.
50 Hér er stuðst við upplýsingavef slóvenska menntamálaráðuneytisins: „Prešeren
Award and Prešeren Foundation Awards“, Culture.si: http://www.culture.si/en/
Pre%C5%A1eren_Award_and_Pre%C5%A1eren_Foundation_Awards [sótt 24.
apríl 2011].
51 „Prešeren Day“, Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Pre%C5%A1eren_Day
[sótt 14. maí 2011].
MENNiNGARLEGiR ÞJÓÐARDÝRLiNGAR EVRÓPU