Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 95
95
verið yfir af ritskoðaranum (þessi sama ritskoðaða örk hefur einnig verið
þrykkt á stuttermaboli sem eru víða seldir). Sambærilegt tákn sem tengist
arfleifð Andersens í Danmörku er stytta Edvards Eriksen af Litlu hafmeyj-
unni sem Carl Jacobsen, sonur stofnanda Carlsberg-bruggverksmiðjunar,
gaf Kaupmannahafnarbúum árið 1913. Með tímanum hefur styttan orðið
svo vel þekkt að hún er ekki bara helsta einkennistákn höfuðborgarinnar
heldur eiginlegur „frumtexti“ ævintýrisins og í raun einn af helgustu dóm-
unum úr lífi Andersens.64 Það segir sína sögu að Danir skyldu ráðast í að
senda styttuna til sex mánaða dvalar til Kína á liðnu ári. Þar tók hún á móti
þeim sem heimsóttu danska skálann á heimssýningunni í Shanghai.
Í grein sem birtist í blaðinu Norðra í desembermánuði árið 1906 var
fjallað um metnaðarfull áform Íslendinga um að setja upp á opinberum
vettvangi líkneski af Jónasi Hallgrímssyni, Jóni Sigurðssyni, ingólfi
Arnarsyni og Snorra Sturlusyni. Þá þegar hafði verið efnt til samskota
fyrir stytturnar af þeim Jónasi og Jóni en þær voru afhjúpaðar 1907 og
1911. Greinarhöfundur vitnaði meðal annars til ummæla ónefnds manns
sem þótti góðs viti hvað landsmenn væru áhugasamir um „að reisa ýmsum
ágætismönnum þjóðar vorrar minnisvarða. Minnisvarða er héldi uppi nafni
þeirra um aldur og æfi, en jafnframt væri sjálfum oss, börnum vorum og
barnabörnum til stöðugrar og óþreytandi fyrirmyndar og eggjunar til að
feta í fótspor þessara dýrðlinga vorra, er vér hefðum þeirra „heilaga dæmi“
stöðugt fyrir augum.“65 Kveikja greinarinnar voru hugmyndir manna um
að reisa þyrfti Kristjáni níunda Danakonungi, sem þá var nýlátinn, veglega
styttu en hún var hugsuð sem þakkætisvottur til hans fyrir að hafa fært
Íslendingum stjórnarskrá 1874. Greinarhöfundur benti á að hægt væri að
minnast kóngsins með öðrum og hagkvæmari hætti en að steypa hann í eir.
Til dæmis mætti láta heilsuhæli sem stæði til að byggja handa berklaveik-
um bera nafn Kristjáns. Þessi ummæli minna á að þau form helgifestunnar
sem hér hafa verið til umræðu hafa flest, ef ekki öll, verið nýtt við útfærslu
menningarlegrar þjóðernisstefnu Íslendinga en þau staðfesta líka að sú
samlíking sem hér hefur verið dregin milli trúarlegra dýrlinga kirkjunnar
og menningarlegra þjóðardýrlinga ríkisins er ekki ný af nálinni, ekki einu
sinni hér á landi.
Þegar hugað er að félagslegu hlutverki þjóðardýrlinga innan þjóðrík-
64 Sjá m.a. Finn Hauberg Mortensen, „The Little Mermaid: icon and Disneyfica-
tion“, Journal of the Society for the Advancement of Scandinavian Study 80:4, 2008,
bls. 437–454.
65 „Minnisvarðarnir. Viðsjárverðar framfarir“, Norðri, 14. desember 1906, bls. 203.
MENNiNGARLEGiR ÞJÓÐARDÝRLiNGAR EVRÓPU