Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 96
96
isins liggur beint við að bera það saman við þau örlög sem textar og lista-
verk þessara sömu manna hafa fengið í neyslusamfélagi nútímans. Líkt og
itamar Even-Zohar hefur bent á eru þessi verk sjaldnast skynjuð og skilin
í heild sinni eða í sögulegu samhengi; þegar þau hafa orðið hluti af hinu
svonefnda hefðarveldi (e. canon) er þeim gjarnan dreift til almennings í
bútum. Styttan af hafmeyjunni og þjóðsöngur Slóveníu, þar sem aðeins
eru sungin valin erindi úr ljóði Prešerens, eru dæmi um þetta en það mætti
líka nefna að vasaútgáfur af hafmeyjunni eru afar vinsæll minjagripur í
Danmörku. Með hliðstæðum hætti er stór ljósmynd af líkneski slóvenska
skáldsins á Prešeren-torgi algeng skreyting á gosdrykkjakælum sem standa
við hlið söluturna í Ljúblíana og víðar um Slóveníu. Even-Zohar bendir
einmitt á að ýmsar vasaútgáfur svonefndra „sígildra“ bókmenntaverka séu
gjarnan uppspretta og viðmiðun nýrra texta og ímynda. Hann bætir við
að frá sjónarhóli táknfræðinnar sé ekki rétt að líta á þessi brot „einfaldlega
sem hlutlausar vörubirgðir, heldur efnivið sem gerir þjóðfélaginu kleift að
varðveita mynd sína af veruleikanum, en hún móta síðan þær formgerð-
ir sem stjórna ópersónulegum samskiptum manna á milli“. Hugsanlega
gegna evrópskir þjóðardýrlingar hliðstæðu hlutverki. Þeir eru, svo notuð
séu orð Even-Zohars, „uppspretta þeirra veruhátta sem eru ríkjandi á ólík-
um sviðum samfélagsins, og hjálpa til við að varðveita það og halda því í
skorðum“.66
ú T D R Á T T U R
Menningarlegir þjóðardýrlingar í Evrópu
Í þessari grein er fjallað um félagslegt hlutverk menningarlegra þjóðardýrlinga Evr-
ópu á grundvelli þess greinarmunar sem itamar Even-Zohars gerir annars vegar á
menningunni sem safni af áþreifanlegum afurðum og hins vegar á menningunni sem
verkfæri. Athygli er beint að tveimur nítjándu aldar skáldum, France Prešeren frá
Slóveníu og Hans Christian Andersen frá Danmörku. Í fyrsta lagi er bent á hvernig
síðari tíma menn hafa umgengist margháttaðar leifar úr lífi þeirra sem helga dóma
og í öðru lagi er rakið hvernig þessar leifar hafa orðið uppspretta að ýmsum félags-
legum helgiathöfnum.
Lykilorð: France Prešeren, Hans Christian Andersen, þjóðskáld, menningarlegir
þjóðardýrlingar, helgifesta.
66 itamar Even-Zohar, Polysystem Studies, Poetics Today 11: 1, 1990, bls. 44.
JÓN KARL HELGASON