Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 101
101
kirkjusagnfræðingurinn Kari Elisabeth Børresen klassískar guðsmyndir
hjá Ágústínusi kirkjuföður á 4. öld sem talaði um Guð sem hátt upphafna,
tímalausa og óbreytanlega veru fyrir utan veruleika mannsins og þar með
heiminn. Svipað má segja um einn frægasta guðfræðing miðalda, Tómas af
Akvínó, sem lagði áherslu á hina óendanlegu fjarlægð milli Guðs og sköp-
unarinnar sem og á Guð sem fyrstu orsök alls sem er til.7
Annars konar guðsmyndagagnrýni gengur út á að of mikil áhersla hafi
verið lögð á hið persónulega, einstaklingsbundna samband Guðs og manns
í stað þess að beina sjónum að samfélaginu og menningunni. Í vestrænni,
kristinni menningu á síðari tímum höfum við vanist því að hugsa um Guð
fyrst og fremst sem persónu. Sú túlkun er alþekkt og almennt viðurkennd,
að trúaður einstaklingur og Guð eigi með sér persónulegt samband sem
ekki varði aðra í samfélaginu.8 Dæmi um gagnrýni á slíka guðsmynd á
síðari tímum má finna hjá þýska frelsunarguðfræðingnum Dorothee Sölle
í kringum 1990. Sölle lagði stund á pólitíska og femíníska guðfræði og
beindi sjónum að bágri félagslegri stöðu kvenna og barna.9 Hún taldi að
Børresen, Minneapolis, Minn: Fortress Press, 1995 [1991]; Ecofeminism and the
Sacred, ritstj. Carol J. Adams, New york: Continuum, 1993.
7 Kari E. Børresen, „God’s image, Man’s image? Patristic interpretation of Gen. 1,27
and 1Cor.11,7“, The Image of God, bls. 187–209; Kari E. Børresen, „God’s image.
is Woman Excluded? Medieval interpretation of Gen. 1,27 and 1Cor. 11,7“, The
Image of God, bls. 210–235,.
8 Trúfrelsi er einmitt ætlað að standa vörð um slíkt samband. Trúfrelsi, sem er
hluti stjórnarskrárvarins réttar til frjálsrar tjáningar (grein 73) og er þar að auki
sérstaklega haldið fram í 63. grein stjórnarskrárinnar, felur í sér rétt einstaklinga
til þeirrar trúar/trúarlegu tjáningar sem hver og einn óskar, án þess að viðkom-
andi eigi að þurfa að óttast neinar hindranir eða mótaðgerðir stjórnvalda/annarra
vegna þess vals. Samkvæmt viðteknum almennum skilningi, byggir trú því á vali
einstaklings. Með því að trú er skilin sem málefni einstaklingsins má túlka það svo
að hún sé ekki málefni samfélagsins, nema að því leyti að samfélagið eða stjórnvöld
megi ekki hindra fólk í tjáningu sinni á trú, svo lengi sem fólk skaði ekki aðra með
trúarskoðunum eða trúariðkun sinni.
9 Um femíníska guðfræði má segja að hún gangi almennt út frá aðstæðum hinna
fátæku og kúguðu og beini sérstakri athygli að stöðu kvenna og barna. Femínísk
guðfræði vísar gjarnan til Jesú og boðskapar hans og hvernig hann leitaðist við að
frelsa konur undan kúgun karlveldis og stigveldis. Hvatinn til siðferðilegra réttra
og góðra athafna í femínískri guðfræði er því að jafnaði að fordæmi Jesú. Fem-
ínísk guðfræði getur einnig falið í sér að draga fram gildi sem tengd eru konum og
kvenleika í guðs- og Kristshugmyndum, að endurhugsa slíkar hugmyndir í ljósi
kvenlægra gilda, sem opni leið fyrir margbreytilegri skilningi sem samsvari betur
fjölbreytileika mannlífsins. Auðugri guðskilningur getur í því sambandi, að margra
mati, varpað nýju ljósi á samband manns og náttúru.
LOFTSLAGSBREyTiNGAR Í GUÐFRÆÐi