Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 105
105
vissan hátt lengra en White og segir ekki aðeins mannmiðlægni heldur
einnig karllægt sjónarhorn hafa einkennt kristni. Hún bendir á hvernig
karllæg yfirráð, kúgun og ofbeldi gagnvart konum annars vegar, hafi hald-
ist í hendur við ofbeldisfullt framferði valdamikilla karla gagnvart nátt-
úrunni hins vegar.20 Karlveldi (e. patriarchy), í merkingunni drottnunar-
hugmyndafræði og samfélagsleg kúgun gagnvart konum, eru lykilhugtök
í femínískri greiningu Ruether. Þá greiningu yfirfærir hún á náttúruna
og vistkerfið. Í fyrsta kafla New Woman, New Earth má glöggt sjá hvernig
Ruether tvinnar saman hina kúguðu hópa mannkyns og bætir síðan nátt-
úrunni við sem nýjum flokki sem valdið kúgar. Áhersla hennar liggur á
sjálfbærni og framtíð komandi kynslóða og nauðsyn þess að gera sáttmála
milli mannkyns og náttúrunnar. Hún skrifar:
Ef ekki á að ræna konur og aðrar kúgaðar stéttir og kynþætti framtíð
sinni í heimi þar sem þverrandi uppsprettur eru staðreynd vegna
stefnu núverandi valdhafa – þá er nauðsynlegt að allur heimurinn
breyti allri umgengni sinni við þær. Þessar breytingar fela í sér
grundvallar endurskoðun á samskiptum milli persóna, hópa og að
lokum milli manns og náttúru.21
Þannig má segja að Ruether sé sammála White um að kristin trú sé mann-
miðlæg en hún gengur lengra með því að árétta að hún sé einnig karllæg.
Fræðilegan stuðning við femíníska túlkun sína í New Woman, New Earth
sótti Ruether meðal annars til femínískrar mannfræðitúlkunar þess tíma.
Greinilegur samhljómur er með greinum Ruether og mannfræðingsins
Sherry B. Ortner. Ortner birti árið1974 grein sem nefndist „is Female to
Male as Nature is to Culture?“22 Í þeirri grein benti hún á að margt væri
líkt með hugtakapörunum kona – karl og náttúra – menning og spyr síðan
hvað valdi þeirri almennu venju að konur séu settar skör lægra en karlar í
öllum menningarsamfélögum heims. Svar hennar var að ástæðunnar væri
að leita í því að konur væru settar í sama flokk og náttúran, virði þeirra
20 Rosemary Radford Ruether, New Woman, New Earth. Sexist Ideologies and Human
Liberation, Boston: Beacon Press, 1995 [1975]. Ruether skrifar í inngangi að endur-
útgáfu bókarinnar 1995 að hún hafi byrjað að skrifa þessa bók árið 1968 sem er árið
eftir að grein Lynns White birtist í tímaritinu Science.
21 Rosemary Radford Ruether, New Woman, New Earth, bls. 31.
22 Sherry B. Ortner, „is Female to Male as Nature is to Culture?“, Woman, Culture,
and Society, ritstj. M.R. Lamhere, Stanford, CA: Stanford University Press, 1974,
bls. 68–87.
LOFTSLAGSBREyTiNGAR Í GUÐFRÆÐi