Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 108
108
komi í veg fyrir samfélagslega þátttöku þess með því að skilyrða athafnir
þess eða forsendur athafnanna. Með öðrum orðum, manneskja búi við
drottnun ef annað fólk kemst upp með að ákvarða forsendur athafna
hennar, beint eða óbeint. Andstæða drottnunar segir young hins vegar að
felist í félagslegu og pólitísku lýðræði.31 Eins og sjá má af skilgreiningu
hugtakanna kúgun og drottnun, eru þau bæði hugsuð út frá formgerðum
(e. structure), sem merkir meðal annars það að ekki sé nauðsynlegt að sér-
hver kúgaður hópur eigi sér samsvörun í kúgurum, það er einstaklingum,
sem hafi kúgun þeirra að markmiði. Það virðist þó oft raunin þegar um
drottnun er að ræða. Aðalatriði er þó að young hugsar bæði kúgun og
drottnun sem kerfislæg fremur en einstaklingsbundin ferli: Kúgandi ein-
staklingar eru ekki vandamálið heldur valdakerfin sem einstaklingarnir
samsama sig með og athafna sig í. Þessi valdakerfi geta verið af ýmsum
toga, til dæmis hugmyndakerfi, stjórnkerfi, tæknikerfi og fleira.
Það er einkum ein tegund birtingarmynda kúgunar sem femínískir guð-
fræðingar hafa heimfært upp á konur og náttúruna og það er ofbeldi.32 Ef
litið er á ofbeldi gagnvart konum sérstaklega, þá er það svo að fjöldi sam-
tíma rannsókna skýrir það fyrst og fremst með tilvísun til neikvæðra, menn-
ingarlegra viðhorfa til kvenna sem enn séu við lýði víða um heim.33 Þetta
er sjónarmið sem femínísk guðfræði hefur lengi haldið fram, að dýpstu
rætur þess ofbeldis sem konur verði fyrir af hálfu karla liggi í kvenfyrirlitn-
ingu. Slíka kvenfyrirlitningu finna þær ekki síst í hugmyndum kristinnar
guðfræðilegrar orðræðu um mismunandi eðli karla og kvenna.34
31 Sama rit, bls 38.
32 Eitt dæmi af mörgum er indverski fræðimaðurinn og femínistinn Vandana Shiva,
„Let Us Survive“, Women, Ecology and Development, Women Healing Earth. Third
World Women on Ecology, ritstj. Rosemary Radford Ruether, Maryknoll, New york:
Orbis Books, 1996, bls. 65–73. Vandana Shiva heldur því fram að þróunarhug-
myndir Vesturlanda hafi borið með sér arðrán og fátækt, eyðingu, eyðileggingu og
dauða náttúrunnar í þróunarlöndunum. Hinar vestrænu þróunarhugmyndir hafi
orðið þess valdandi að hin nánu tengsl fólksins á indlandi við náttúruna sem móður
jörð séu nú rofin. Fórnarlömb þróunarinnar í þróunarlöndunum eru, samkvæmt
hennar túlkun, fyrst og fremst konur.
33 Hér má nefna rannsóknir á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO,
sem hefur ítrekað gefið slíkar skýringar á ofbeldi karla í garð kvenna á heims-
vísu. Sjá t.d. skýrslu á heimasíðu stofnunarinnar: WHO Multi-country study of
women’s health and domestic violence against women: http://whqlibdoc.who.int/
publications/2005/924159358X_eng.pdf [sótt 29.5.2011].
34 Sólveig Anna Bóasdóttir, Violence, Power, and Justice. A Feminist Contribution to
Christian Sexual Ethics, Uppsala: Acta Universitatis Upsaliensis, 1998, bls. 101–
121.
SólveiG AnnA BóASdóttiR