Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Síða 109
109
Norski félagsfræðingurinn Johan Galtung hefur sett fram kenningar
um ofbeldi sem eiga að mínu mati margt sameiginlegt með kenningum
young um þá kúgun sem ég hef lýst hér að framan. Það sem ég hef í huga
hér er hin kerfislæga og menningarbundna vídd ofbeldis (e. structural and
cultural violence).35 Galtung ítrekar nauðsyn þess að skilgreina ofbeldi ekki
of þröngt og bendir á að ranglátar félagslegar skipanir og aðstæður, sem
hann kallar kúgun og óréttlæti, geti til dæmis orsakað að þúsundir manna
þjáist og láti jafnvel lífið. Slíkar félagslegar aðstæður eru kerfislægar að
hans mati og tengjast persónubundnu ofbeldi náið.
Galtung greinir á milli persónu-, kerfis- og menningarbundins ofbeld-
is. Persónubundið ofbeldi segir hann vera atburð, eins og til dæmis nauðg-
un, þar sem ofbeldið megi með óyggjandi hætti rekja til ákveðins geranda.
Hið kerfislæga ofbeldi hafi aftur á móti engan sýnilegan geranda. Ofbeldið
er innbyggt í formgerðina og birtist sem ranglátt vald, eða sem afleið-
ing slíks valds, eða þá vöntun á möguleikum til góðs lífs.36 En hvað er
þá menningarbundið ofbeldi, samkvæmt túlkun Galtungs? Það svar sem
hann gefur er að það séu þær hugmyndir og viðhorf í menningu okkar sem
nota megi til að réttlæta og rökstyðja persónu- og kerfisbundið ofbeldi.
Menningarbundið ofbeldi tekur til hverrar þeirrar orðræðu í menningu
okkar þar sem reynt er að réttlæta og rökstyðja persónulegt og kerfisbund-
ið ofbeldi, áréttar Galtung. Hvað varðar konur sem kúgaðan hóp í samfé-
laginu, þá álítur hann að menningarbundið ofbeldi virki sem sá hvati sem
viðhaldi kúguninni og stuðli þannig að því að festa hana í sessi.37
Ef við beitum hugtökum Galtungs í femínískri guðfræði þá myndi stað-
hæfingin geta verið eitthvað á þessa leið: Samfélagslegri kúgun kvenna er
viðhaldið á hinu táknræna plani. Þetta er í hnotskurn skilningur femínískra
guðfræðinga frá upphafi og jafnframt túlkun þeirra á því hvert sé framlag
guðfræðinnar til kvennabaráttunnar. Framlag femínískra guðfræðinga er
fyrst og fremst á hinu táknræna plani þar sem fer fram sköpun og endur-
sköpun merkingar. Kristnar túlkanir eru, að þeirra mati, hluti menningar-
bundinna túlkana sem oft er vísað í til að viðhalda bágri valdastöðu kvenna
gagnvart ráðandi valdi í samfélaginu, til dæmis með því að tala um hvað
35 Sjá Johan Galtung, Peace by Peaceful Means. Peace and Conflict, Development and
Civilization, London: Sage, 1996. yong ræðir ítarlega um kerfisbundið ofbeldi í
bókinni Justice and the Politics of Difference.
36 Johan Galtung, Peace by Peaceful Means, bls. 2.
37 Johan Galtung, „Cultural Violence“, Journal of Peace Research 6/1990, bls. 292.
LOFTSLAGSBREyTiNGAR Í GUÐFRÆÐi