Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 110
110
sé vilji Guðs eða hvernig sambandi Guðs, skaparans, og sköpunar hans sé
háttað.38
Femínísk vistguðfræði og náttúruvísindi
Afstaða guðfræðinga almennt til náttúruvísinda er á marga mismun-
andi vegu en hér verður látið nægja að draga fram nokkra sameiginlega
þætti sem finna má hjá nokkrum þekktum femínískum vistguðfræðingum
í samtímanum.39 Almennt má segja að afstaða femínískra vistguðfræð-
inga í vestrænni hefð til náttúruvísinda sé jákvæð og nauðsynlegt sé talið
að taka fullt tillit til vísindalegra kenninga og leyfa þeim að hafa áhrif á
guðfræðilega orðræðu. Vísindi og guðfræði eru því ekki andstæður held-
ur fremur tvö mismunandi svið – með mikilvæga snertifleti. Sem dæmi
um þá fleti má nefna trúarlegar kenningar um sköpun heimsins, annars
vegar, og kenningar náttúruvísinda um uppruna alheimsins, hins vegar.
Hvað þetta efni varðar er mjög algengt að vistguðfræðingar gangi út frá
Miklahvellskenningunni í viðleitni sinni til að ganga ekki gegn almennt
viðurkenndri vísindalegri þekkingu.40
Hvað varðar skýringar á helstu orsökum umhverfisvandamála heims-
ins má sjá ýmislegt sameiginlegt í femínískri vistguðfræðilegri orðræðu.
Algengt er til dæmis það viðhorf að fátæktin í þriðja heiminum stafi af
ofuráherslu á kapítalískt gildismat þar sem ofuráhersla sé lögð á hagvöxt
og þróun. Fyrir þetta líði manneskjur í fátækari hlutum heims, einkum
og sér í lagi konur og börn.41 Í öðru lagi eru orsakir umhverfisvandamála
38 Hér er nærtækast að vísa til Mary Daly sem fyrst allra femínískra guðfræðinga
hélt þessu fram í bókum sínum á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Sjá The Church and
the Second Sex, og Beyond God the Father, og Gyn/Ecology. The Metaethics of Radical
Feminism, London: The Woman’s Press, 1979.
39 Unnt er að flokka femíníska vistguðfræðinga í a.m.k. tvo flokka; róttæka og endur-
skoðunarsinna. Þær róttækari hafa í ríkara mæli snúið sér að kven- og frjósem-
istáknum í trúarbrögðum frumbyggja. Dæmi um það er Aruna Gnanadason frá
indlandi, en hún snýr sér til gyðja í hindúatrú og sækir til þeirra sköpunarkraft
og endurnýjunarkraft jarðarinnar. Aruna talar um jarðarmóðurina sem hún segir
standa fyrir hringrás lífsins. Umfjöllun mín hér beinist þó ekki að þessum vistfem-
ínistum heldur fremur endurskoðunarsinnum sem halda sig nær hefðinni. Eitt
einkenni þeirra er hversu jákvæðar þær eru í garð vísindalegrar þekkingar á nátt-
úrunni.
40 Skýr dæmi um þetta má sjá í skrifum Rosemary Radford Ruether og Sallie
McFague.
41 Aruna Gnanadason, „Toward a Feminist Eco-Theology for india“, Women Heal
ing Earth. Third World Women on Ecology, Feminism and Religion, ritstj. Rosemary
SólveiG AnnA BóASdóttiR