Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 111
111
heimsins oft taldar vera af samfélagslegum toga og valdamisvægið milli
kynjanna oft tekið sem dæmi þar um. Rót illsku þessara kerfa er sögð liggja
í stigveldishugsun (e. hierarchical thinking) sem endurspeglist í kúgun og
eyðileggingu á náttúrunni.42 Ein mikilvæg rót áðurnefndra hugmynda-
kerfa sem femínískir vistguðfræðingar benda á er sú kristna guðsmynd sem
upphefur guðdóminn sem valdamikinn drottnara sem ráði einn yfir himni
og jörð. Þessi mynd af drottnandanum telja margir femínískir guðfræð-
ingar að hafi flust yfir á karlmenn og drottnun þeirra í vestrænum, kristn-
um menningarheimi.43 Karlmenn hafi, almennt talað, sett sig yfir konur
og náttúru og skapað samfélaglegt og menningarlegt kerfi sem styðji við
drottnun þeirra. Kerfum stigveldis og karlveldis sé hægt að viðhalda svo
lengi sem menningarheildin hreyfi ekki teljandi mótbárum.44 Hér er þó
mikilvægt að minna á að konur geta verið vitorðsmenn í karlveldiskerfum
og að sama skapi geta sumir karlar staðið fyrir utan þau.45
Að lokum er það algengt femínískt vistguðfræðilegt viðhorf að líta á
manneskjuna sem hluta náttúrunnar en ekki yfir hana hafna. Til þess að
undirbyggja þann skilning er gjarnan sótt í hebreskan trúararf um hina
lifandi náttúru sem sögð er vera í gagnkvæmum tengslum við guðdóminn.
Synd mannsins í heiminum birtist í hroka og ójöfnuði, staðhæfa margir
femínískir guðfræðingar. Þann ójöfnuð megi finna á öllum sviðum, milli
fólks, milli þjóða og síðast en ekki síst, milli náttúru og manna. Þessu vill
femínísk vistguðfræðileg lífsskoðun breyta og miðla breyttri sýn á náttúr-
una og jafnframt breyttri valdastöðu milli náttúru, Guðs og manna. Hug-
myndalíkanið sem langflestir femínískir vistguðfræðingar byggja á í því
sambandi kallast Panentheism á enskri tungu og merkir að allt er í Guði:
Náttúran streymir frá Guði og er Guði samofin, en ekki sama eðlis.46 Pan-
entheism nýtur vaxandi vinsælda meðal vistguðfræðinga sem vilja forðast
Radford Ruether, Maryknoll, New york: Orbis Books, 1996, bls. 74–81, þar sem
hún fjallar um kapítalismann og fátæktina í þriðja heiminum.
42 Vandana Shiva, „Let Us Survive“, bls. 65–73, en þar fjallar hún um þetta efni út
frá heimalandi sínu indlandi.
43 Mary Daly, Beyond God the Father, bls. 98–131. Daly vísaði þó ekki til yfirráða karla
yfir náttúrunni sérstaklega heldur til menningar og samfélags.
44 Rosemary Radford Ruether, „Ecofeminism. The Challenge to Theology“, Chris
tianity and Ecology, ritstj. D.T. Hessel og R.R. Ruether, Cambridge, Mass: Harvard
University Press, bls. 97–112.
45 Sbr. kenningar Johans Galtung og iris Marion young fyrr í greininni.
46 Stanford-netorðabók: http://plato.stanford.edu/entries/panentheism [sótt 29.5.
2011]. Hugtakið verður útskýrt nánar í næsta kafla greinarinnar.
LOFTSLAGSBREyTiNGAR Í GUÐFRÆÐi