Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Qupperneq 113
113
sé samofinn öllu í heiminum. Hér er því komin útskýring hennar á Pan
entheism. 51
Þetta guðsmyndarlíkan er það sem McFague telur gagnlegast að ganga
út frá í samtímanum, að því gefnu að kristið fólk vilji takast á við krefjandi
spurningar um hnattrænar loftslagsbreytingar. Samanborið við önnur krist-
in guðsmyndarlíkön sem dragi upp myndir af Guði sem úrsmiðnum, kon-
unginum, góða föðurnum, persónulega stjórnandanum, og svo mætti áfram
telja – þá beri þetta líkan af siðferðilega.52 Hver eru þá hin siðferðilegu
rök sem McFague teflir fram? Til þess að ræða þau styðst ég við hugtökin
guðsmynd, mannskilning og náttúrusýn. Þessi þrjú hugtök eru nátengd þegar
kemur að því að greina og túlka vistguðfræðilega siðfræði McFague.
Rök McFague, eins og komið hefur fram, fyrir nauðsyn á breyttri guðs
mynd eru bæði guð- og siðfræðilegs eðlis. Þau grundvallast á þeirri skoð-
un að klassísk, kristin holdtekju- og sköpunarguðfræði geymi ákveðinn
siðferðisboðskap um náttúruna og manneskjuna sem hafi trauðla kom-
ist til skila vegna rangra túlkana og áherslna síðustu aldir. Kristin sköp-
unarkenning tjáir að hennar mati þá guðsmynd að Guð hafi ást á öllum
heiminum, ekki aðeins ást á mönnum. Allt hið skapaða er skapað af ást og
til að geta lifað verður sköpunin öll að elska og umfaðma allt hið skapaða.
Hin kristna sköpunarkenning og holdtekjukenningin snúast því báðar um
það hvernig allt hið skapaða eigi og geti lifað saman, innan ramma líkama
Guðs, sem er heimurinn og jörðin. Hin siðfræðilega áhersla liggur, aftur
og enn, á hinu nálæga, á náunganum, á jörðinni, á því að mæta Guði hér
og nú, ekki einhvern tíma síðar, á himnum. McFague skrifar:
Við mætum Guði í heiminum – einkum og sér í lagi í holdi heims-
ins, með því að fæða hina hungruðu, lækna hina sjúku – sem og
þegar við leitumst við að græða sár jarðarinnar sem orsakast hafa
af mannavöldum. Skilningur holdtekjunnar á sköpuninni segir
okkur að ekkert skapað sé of aumt eða of líkamlegt, – meginatriði sé
hvort það gagnist til þess að sköpunin blómstri. Við finnum Guð í
umhyggju okkar og ást á jörðinni: Það er það sem á að verða verk-
efni okkar hér og nú. Loftslagsbreytingar er því mikilvægt, trúarlegt
verkefni. Að vera kristinn á okkar tímum felur í sér að bregðast við
þeim.53
51 Sama rit og bls.
52 Sama rit, bls. 73.
53 Sama rit og bls.
LOFTSLAGSBREyTiNGAR Í GUÐFRÆÐi