Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 121
121
Daufur endurómur af fróðleik úr þessum skrifum náði allt norður til
ystu endimarka Gamla heimsins eins og nokkrar danskar bækur og íslensk
handrit eru til vitnis um. Til að mynda bækur um landaskipan jarðar og
heimslýsingafræði8 sem og þættir um helstu sægarpa og landvinninga-
menn spænsku krúnunnar, þær elstu frá fyrri hluta 17. aldar.
Hér verður fjallað um nokkur bréf, sem greina frá landafundum Spán-
verja, rituð að hluta eða öllu leyti á Spáni eða í Nýja heiminum í lok 15.
aldar og á 16. öld. Ferðalag textanna í ýmsum þýðingum verður rakið frá
Suður-Evrópu og norður í álfuna með það fyrir augum að kortleggja þann
farveg sem efniviður nokkurra danskra og íslenskra þýðinga í bókum og
handritum hefur sennilega fylgt að sunnan og norður.
Kristófer Kólumbus: Bréf
Kristófer Kólumbus „var Genúumaður að uppruna og fann álfuna á því
Herrans ári 1492“, skrifar Richards Hakluyt í formála fyrstu útgáfu á
Principall Navigations frá 1589.9 Hér vísar hann til landafunda Kólumbusar
í Ameríku. Kólumbus hélt dagbækur um fjórar ferðir sínar til Vestur-
indíalanda og skrifaði fjöldann allan af bréfum þar að lútandi. Hér verður
í stuttu máli sagt frá tveimur bréfum hans um landafundina sem voru
skrifuð árið 1493.
Kólumbus hélt úr höfn frá Palos á Suður-Spáni í leit að nýjum siglinga-
leiðum í byrjun ágústmánaðar 1492. Eftir nokkurra dægra siglingu kom
hann til hafnar á Kanaríeyjum þar sem hann bjó sig undir frekara ferðalag
vestur um haf til landa sem hann taldi vera indíalönd eða Cathay (Kína) og
Vol. i: 1493-1600, New york: Readex Books, 1980; Vol. ii: 1601–1650, New york:
Readex Books, 1982; Vol. iii: 1651–1675, New york: Readex Books, 1996.
8 Má nefna til dæmis Compendium Cosmographicum uppskrifað af Hans Nansen árið
1638 „en á íslensku útlagt úr dönsku af sr. Þórði Sveinssyni kirkjupresti, þann tíð
til ögurs og Eyrar, anno 1653“. ÍB 292 8vo, Compendium Cosmographicum. Það er:
Eitt ágrip eður innihald, stuttlega til samans skrifað um gjörvallan heiminn, hvar inni
að felst sérdeilis um himininn, sólina og tunglið, ásamt öðrum plánetum og stjörnum,
þeirra hræring og gang, svo og þær fjórar höfuðskepnur, þeirra aðskilnað og hvað þar inni
er, jörðin með sínum mörgu kónga ríkjum og löndum, og þeirra yppurstu borgir. Þar með
nokkuð um sjó og sjóferðir sem þar til er þénanlegt að vita, úr ýmsra bókum til samans
dregið og uppskrifað af Hans Nansson borgmeistara í Kaupinhafn, en á íslensku útlagt
úr dönsku af sr. Þórði Sveinssyni kirkjupresti, þann tíð til Ögurs og Eyrar, anno 1653.
Handrit í Handritasafni Landsbókasafns Íslands.
9 ian Wilson, Kólumbus í kjölfar Leifs, Reykjavík: Fjölvaútgáfa, 1992, bls. 195.
„LANDA UPPLEiTAN OG ÓKUNNAR SiGLiNGAR“