Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 122
122
Cipango (Japan). Eftir þrjátíu og þriggja daga siglingu10 varpaði hann akk-
erum við strönd Guanahaní-eyjar í Karíbahafi og steig á land. Næstu vikur
og mánuði sigldi hann frá einni eyju til annarrar, kastaði eign sinni á þær
í nafni drottnara sinna, kaþólsku konungshjónanna og Krists, og kannaði
í von um að finna þar gull. Eftir nokkurra mánaða dvöl á þessum slóðum
hélt hann heim á leið, lenti í miklum hrakningum og komst við illan leik
til Portúgals snemma árs 1493. Förinni lauk þegar hann kom til hafnar í
Palos 15. mars þetta sama ár.11
Stuttu áður en hann kom heim úr fyrstu förinni skrifaði hann bréf stílað
á vin sinn og velgjörðamann, Luis de Santángel. Bréfið er dagsett 15. febrú-
ar 1493 og var trúlega skrifað skömmu áður en leiðangurinn náði ströndum
Portúgals. Í bréfinu segir Kólumbus frá ferðalagi sínu, landaleit og landa-
fundum. Hann lýsir nýfundnum löndum, fegurð þeirra og landkostum.
Hann segir jafnframt frá frumbyggjum sem urðu á vegi þeirra leiðangurs-
manna og lýsir þeim og lifnaðarháttum þeirra. Athygli vekur að í bréfi sínu
notar Kólumbus tvö orð úr máli frumbyggja á Antillueyjum, það fyrra er
canoa, eintrjáningur, og hitt er heiti yfir þjóðflokk sem mun, samkvæmt upp-
lýsingum sem Kólumbus og menn hans fengu, hafa búið á eyjum sunnar í
Karíbahafi, það er Karíbar eða Kanibar sem í meðförum Kólumbusar verður
Kanibal. Segir hann í bréfi sínu að þetta fólk sé grimmt og leggi sér manna-
kjöt til munns. Því óttist aðrir eyjaskeggjar það ógurlega.12
Þetta bréf til Luis de Santángel eða Kólumbusarbréfið13, eins og það er
alla jafna kallað, barst til Barcelona þar sem það var prentað og gefið út
í byrjun apríl 1493, skömmu eftir fyrstu heimkomu Kólumbusar. önnur
útgáfa bréfsins á spænsku kom út í Valladolid árið 1497. Textanum í
Valladolid-bréfinu svipar til þess sem er í Barcelona-bréfinu.14
10 Frá 9. september til 12. október.
11 Cristóbal Colón, Los cuatro viajes. Testamento, ritstj. Consuelo Varela, Madríd:
Alianza Editorial, 1996.
12 Cristóbal Colón, „Carta del almirante Cristóbal Colón“, Viajes de Colón, ritstj.
Martín Fernández de Navarrete, Mexíkóborg: Editorial Porrúa, 1986, bls. 213–
219; Cristóbal Colón, „Carta a Luis Santángel“, Textos y documentos completos,
ritstj. Consuelo Varela og Juan Gil, Madríd: Alianza Editorial, 1992, bls. 219–226;
Cristóbal Colón, „Carta a Luis de Santángel“, Crónicas de Indias, ritstj. Mercedes
Serna, Madríd: Ediciones Cátedra, 2005, bls. 117–125; Luis Arranz, „introduc-
ción“ í Cristóbal Colón, Diario de a bordo, ritstj. Luis Arranz, Madríd: Historia 16,
1985, bls. 7–67.
13 La carta de Colón.
14 Sjá La Carta de Colón anunciando la llegada a las Indias y a la Porvincia de Catayo
(China). (Descubrimiento de América). Reproducción facsimilar de las 17 ediciones
ERLA ERLENDSDÓTTiR