Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 123
123
Um svipað leyti ritaði Kólumbus annað bréf15 stílað á Gabriel Sánchez,
fjárhirði Aragóníu. Gabriel Sánchez-bréfið er í flestu samhljóða fyrrnefndu
Kólumbusarbréfi og var því aldrei gefið út á Spáni og er nú glatað í frum-
riti. Bréfið víkur í örfáum atriðum frá fyrra bréfinu: fyrir það fyrsta er það
stílað á fjárhirði Aragóníu, Gabriel (misritað Rafael) Sánchez, og í annan
stað er það dagsett 14. mars16 1493 og líklega skrifað í Lissabon. Talið
er að þetta bréf hafi borist til Ítalíu og í hendur hinum Aragóníu-ættaða
Leandro eða Leander Cosco sem þýddi það á latínu.17
Þýðendur og þeir sem afrituðu bréf eða frásagnir fóru oft og tíðum
heldur frjálslega með innihald þeirra, þýddu ósjaldan eftir eigin höfði og
gerðu þær breytingar sem þeim hugnaðist. Má ætla að þeir hafi sleppt ýmsu
sem þeim fannst ekki ýkja merkilegt en lagt frekari áherslu á að koma til les-
enda bréfanna því sem féll að hugmyndum manna um óþekkta heima á þeirri
tíð, svo sem frásagnir um mannætur, ófreskjur, skrælingja og fleira í þeim
dúr, eins og sést mæta vel í mörgum þýðingum á króníkum og ferðasög-
um. Einnig gat pólitískur ásetningur legið að baki efnislegum breytingum
texta. Þýðandinn Leandro Cosco gerir sig sekan um slík vinnubrögð. Hann
virðist af ráðnum hug sleppa því að minnast á Ísabellu Spánardrottningu í
upphafi bréfsins sem hann þýddi á latínu sennilega með það í huga að gera
hlut Ferdínands18 Spánarkonungs í landafundunum meiri. Þetta sést í titl-
inum á latnesku þýðingunni sem var prentuð hjá Stephanus Plannck í Róm
í maí 1493 en þar stendur: „Epistola Christofori Colom [...] inuictissimi
Fernandi Hispaniarum Regis missus fuerat“.19 Þetta var leiðrétt í annarri
conocidas, ritstj. Carlos Sanz, Madríd: La Unidad Geográfica del 12 de octubre de
1492, 1958, bls. 4.
15 Frauke Gewecke, Wie die neue Welt in die alte kam, bls. 95–96, segir að Kólumbus
hafi skrifað fjölda bréfa til vina og velgjörðamanna með það fyrir augum að segja
þeim frá landafundinum. Bréfin fóru ekki aðeins vítt og breitt um Spán heldur og
um alla Ítalíu, og í báðum löndum voru gerð fjölmörg afrit af þeim.
16 Almennt er talið að hér sé villa á ferðinni og að í bréfinu eigi að standa 4. mars.
Mercedes Serna, „introducción“, Crónicas de Indias, bls. 125.
17 Frauke Gewecke, Wie die neue Welt in die alte kam, bls. 95–97. Gabriel Sánchez
sendi bróður sínum Juan Sánchez sennilega afrit af bréfi Kólumbusar. Juan var
kaupmaður og búsettur á Ítalíu. Sama rit, bls. 127.
18 Hann var konungur Aragóníu. Ísabella var drottning Kastilíu. Þegar þau giftust
sameinuðust konungsríkin undir þeirra stjórn.
19 Bréf frá Kristófer Kólumbusi: sent til Ferdinands Spánarkonungs [...]. Henry Harrisse,
Lettre de Christophe Colomb annonçat aux rois catholiques la découverte du nouveau
monde. Bibliographie de la version latine, París: H. Walter, 1894, bls. 1. La Carta de
Colón anunciando la llegada a las Indias y a la Porvincia de Catayo (China). (Descu
brimiento de América). Reproducción facsimilar de las 17 ediciones conocidas.
„LANDA UPPLEiTAN OG ÓKUNNAR SiGLiNGAR“