Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 125
125
bætt við frásögn hans, svo sem vitneskju um innfædda, einkum mannætur.
Upphafsorð Kólumbusarþáttar25eru eftirfarandi:
Anno Christi 142926 hefur þad tilborid ad eirn borgare af Genúa i
italia hvor ed var af þeirri ætt, sem kalladist Colúmba, og hafdi lenge
þienad i köngsins garde af Spanien, þesse borgare öskadi þräsamliga
af Spania konge ad stÿrka sig med nocrum skipum og fölke ad hann
giæti vitad og i sannleÿka reint, hvort ecj findest fleÿre lónd edr
eÿjar, enn er nú fundin være, hvad hann fillelega meinti sier hepnaz
múndi, ef hann þä ferd eÿ undr hófúd legdi, og þö Spania köngr og
hans hóffdyngie hielldi þessa hans boon hlægeliga og heimskúfulla,
liet hann þö eÿ af sinne upptekiú, hvor fyrir kóngr liet fä honom tvó
skip med fólke og annare tilfærÿngú; og sigler nú Cólúmbús med
sÿn tvó skip og fórúneÿte ä stad, i haústmänude edr Aúgústo [...].27
Samanburður á bréfi Kólumbusar og þættinum leiðir í ljós að hér er um
sinn hvorn textann að ræða. Kólumbusarbréfið hefst á því að bréfritari
ávarpar kaþólsku konungshjónin, Ísabellu og Ferdínand, og síðan tekur
við frásögn í fyrstu persónu eintölu. Kólumbusarþátturinn hefst aftur á móti
á því að Kólumbus er kynntur til sögunnar og er þriðju persónu frásögn.
Síðar í greininni verður nánar vikið að þættinum um Kólumbus og sögu
hans.28
25 Sjöfn Kristjánsdóttur, Handritadeild Landsbókasafns Íslands, eru færðar alúðar-
þakkir fyrir alla aðstoð við að lesa og skrifa upp brot úr handritum sem koma við
sögu í greininni.
26 Á spássíu stendur 1492 og virðist hér um leiðréttingu á ártalinu að ræða.
27 JS 43 4to, „Þáttur af Colombo um hans landa uppleitan og ókunnar siglingar“,
Ein ágæt, nytsöm, fróðleg, lystileg, skemmtirík og artug bók ... Samantekin af virðuleg
um höfðingsmanni Magnúsi Jónssyni að Vigur, Ísland, 1600–[1680?], Handritasafn,
Landsbókasafn Íslands, fol. 2r-2v.
28 Rétt er að láta þess getið að bréf Kólumbusar til Luis Santángel hefur nýlega verið
þýtt á íslensku. Sigrún Klara Hannesdóttir er skrifuð fyrir þýðingunni sem mun
væntanlega koma út á næstu árum. útgefandi er Juan José Antequera Luengo.
FacEdiciones, Huelva: http://www.facediciones.es/index.php?page=33&cat= [sótt
10. ok. 2010].
„LANDA UPPLEiTAN OG ÓKUNNAR SiGLiNGAR“