Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 128
128
frásagnar sinnar og kveður og setur ártal í lok hennar en það verður til þess
að frásögnin tekur á sig form sendibréfs.
Fyrsta bókin, Década primera, segir frá þremur ferðum Kólumbusar til
Nýja heimsins (1492/3, 1493–1496 og 1498–1500), ferðum spænsku sæfar-
anna Alonsos Niño til norðurstrandar Suður-Ameríku (1499) og Vicentes
yáñez Pinzón að mynni Amasonfljótsins og til Venesúela (1499). Í annarri
bókinni, Década segunda, er greint frá könnunarleiðangri ýmissa sæfara,
svo sem ferðum Alonsos de Ojeda, Vascos Núñez de Balboa, Pedros Arias,
Martins Fernández de Enciso og fleiri til svæða sem kallast Darién og
Urabá á meginlandi Ameríku (Karíbahafsströnd Kólumbíu). Þriðja bókin,
Década tercera, er framhald á sögu Vascos Núñez de Balboa og Pedros
Arias. Fjórðu og síðustu ferð Kólumbusar eru gerð skil í þessum hluta,
enn fremur er sagt frá ríkidæmi nýfundinna landa og siðum og hefðum
innfæddra. Í fjórðu bókinni, Década cuarta, er sagt frá fundi Mexíkó, land-
vinningum Cortésar og Astekum. Fimmta bókin, Década quinta, fjallar
um Cortés og menn hans í Mexíkó, konung Asteka, Moctezuma, borg-
ina Tenochtitlán og átök milli Spánverja og frumbyggja. Einnig er hér
nánari lýsing á lifnaðarháttum innfæddra. Í 7. kafla bókarinnar segir frá
hnattsiglingu Hernandos de Magallanes en síðustu kaflarnir fjalla á nýjan
leik um Cortés í Mexíkó og Panama ásamt því að segja frá landsháttum
og náttúrufari, siðum og menningu frumbyggja. Í sjöttu bókinni, Década
sexta, er rakin saga Gils González og för hans um Mið-Ameríku. Þar segir
einnig frá indíánum í Níkaragúa og lifnaðarháttum þeirra. Sjöunda bókin,
Década séptima, segir frá Hispaníólu, Kúbu og yucatán, íbúum landanna,
siðum og hefðum, trúarbrögðum og lifnaðarháttum. Einnig er fjallað um
dýra- og gróðurlíf. Athygli vekur að í bókinni er sagt frá amasónunum,
uppsprettu eilífrar æsku og fljúgandi forynjum. Í áttundu og síðustu bók-
inni, Década octava, er gerð grein fyrir könnunarferðum spænskra sæfara í
Mið-Ameríku. Einnig er sagt frá erfiðleikum Cortésar og inn á milli eru
ýmsar frásagnir um innfædda og lífshætti þeirra.
Á Ítalíu kom út eitt fyrsta ferðasafnrit Evrópu. Fracanzano da
Montalboddo (1450?–1507?) tók ritið saman og kom það út árið 1507
undir titlinum Paesi novamente retrovati. Et Novo Mondo da Alberico Vesputio.
Í bókinni er að finna safn ólíkra texta eða frásagna af ferðum manna til
ýmissa heimshluta: Asíu, Afríku og Ameríku. Í fjórða hluta safnritsins, „in
comenza la navigatione del Re de Castiglia dele isole & Paese novemente
retrovate“, segir frá landafundum Spánverja og er hér á ferðinni frásögnin
ERLA ERLENDSDÓTTiR