Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Qupperneq 130
130
er vederfaret oc hændet paa samme Reygse.45 Vitað er að við ritun bókarinnar
studdist Skonning meðal annars við þýska verkið Omnium gentium mores,
leges et ritus eftir Johannes Boemus er kom út 29 sinnum á árunum 1520 til
1629, og Amphiteatro Naturae, verk sem þýski prentarinn Georg Beatus tók
saman og gaf út í Frankfurt á tímabilinu frá 1580 til 1632.46 Ekki er ósenni-
legt að Skonning hafi einnig stuðst við aðrar þýskar heimildir eða þýð-
ingar þegar hann skrifaði ágripið um siglingar Kólumbusar og Vespuccis;
hann hafði greiðan aðgang að slíkum heimildum í gegnum tengsl sín við
Þýskaland, einkum prentsmiðjuna í Rostock sem hann heimsótti oft vinnu
sinnar vegna.47 önnur rök hníga í sömu átt: í Danmörku þessa tíma voru
margir sem gátu lesið og skilið þýsku, einkum kaupmenn og handverks-
menn. Í annan stað þá voru „mange oversættelser til dansk [...] oversættelser
fra tysk eller oversættelser af værker fra latin, der allerede forelå i tyske
oversættelser“.48 Hvað sem því líður, þá má telja víst að ágrip Skonning
um Kólumbus sé í grunninn stytt útgáfa á þremur fyrstu köflunum í Década
Primera eftir Mártir de Anglería, eða unnin upp úr Libretto-bókinni og/eða
Paesi novamenti retrovati eftir Montalboddo. Því til stuðnings er samanburð-
ur sem gerður var á þýðingunum og birtist dæmi um hann hér að neðan.
Víkur nú sögunni til Íslands og að áðurnefndum þætti um Kólumbus.
Þátturinn er titlaður „Þáttur af Colombo um hans landa uppleitan og ókunn-
ar siglingar“ og er í handriti JS 43 4to á Handritasafni Landsbóksasafns
Íslands. Handritið, titlað Ein ágæt, nytsöm, fróðleg, lystileg, skemmtirík
og artug bók ..., er sett saman úr misgömlum og óskyldum textum sem
hafa verið bundnir saman í eina bók. Hana tók saman Magnús Jónsson
í Vigur, Ísafjarðardjúpi, árið 1660[80]. Hann var bóndi, skáld, þýðandi
og bókasafnari. Á fjórða tug handrita eru talin frá honum runnin, þar á
45 Hans Hanszøn Skonning, Geographia Historica Orientalis. Det er Atskillige Østerske
Landis oc Øers / met deß Folcis Beskriffvelse: Nemlig / Tyrckers / Jøders / Grækers /
Ægypters / Indianers / Persianers / oc andre flere Landskabers underlige Sæder / Tro /
Religion / Lower oc selsom Lands Maneer, Aarhusz, 1641. Bókin er til á Landsbókasafni
Íslands. Lítið sem ekkert er vitað um sögu hennar.
46 Henrik Horstbøll, Meningmands medie. Det folkelige bogtryk i Danmark 1500–1840,
Kaupmannahöfn: Det Kongelige Bibliotek og Museum Tusculanums Forlag, 1999,
bls. 506.
47 Kjeld Elkjær y Leif Dehnist, Botrykkeren Hans Hansen Skonning, Århus: Særtryk af
Århus Stifst Årbøger, 1988, bls. 8 og 21. Sjá einnig DBL 13, 1942, bls. 449–450.
Starfsfólki Borgarbókasafnsins í Árósum eru færðar þakkir fyrir alla aðstoð og
hjálp.
48 Charlotte Appel, Læsning og bogmarked i 1600tallets Danmark, Kaupmannahöfn:
Kongelige Bibliotek og Tusculanums Forlag, 2001, bls. 606.
ERLA ERLENDSDÓTTiR