Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Síða 131
131
meðal JS 43 4to en um það segir Jóhann Gunnar Ólafsson: „Ævisögur.
Erlent efni, en þetta íslenzkt: ölkofra þáttur, sagan af Hálfi, brot úr
Sturlungu og Jómsvíkingadrápa. Tekin saman af M.J. 1660–1680, sumst.
er rithönd Þórðar Jónssonar í Skálavík og á Strandseljum“.49 Á netsíðu
Handritadeildar Landsbókasafns Íslands stendur hins vegar að ýmsar rit-
hendur hafi verið greindar en skrifarar séu óþekktir.50 Handritið er í skinn-
bandi með tréspjöldum og upphleyptum kili, og telur samtals 199 blöð.51
Fremst í handritinu eru tvær stuttar frásagnir eða þættir: Sá fyrri er
„Þáttur af Colombo um hans landa uppleitan og ókunnar siglingar“.
Hinn er „Americi Vesputii þáttur um hans siglingar og landa uppleitun“.
Fyrrnefndi þátturinn segir frá siglingum og landafundum Kólumbusar á
rúmlega átta blaðsíðum, sá síðarnefndi er sjö blaðsíðna frásögn af ferða-
lagi Amerigos Vespucci. Undir seinni frásögnina er ritað nafn prent-
arans í Árósum, Hans Hansen Skonning.52 Ekki leikur vafi á að íslenski
Kólumbusarþátturinn er einnig þýðing þess danska. Hér eru upphafsorð
beggja Kólumbusarþáttanna og fyrst þess íslenska:
Anno Christi 142953 hefur þad tilborid ad eirn borgare af Genúa i
italia hvor ed var af þeirri ætt, sem kalladist Colúmba, og hafdi lenge
þienad i köngsins garde af Spanien, þesse borgare öskadi þräsamliga
af Spania konge ad stÿrka sig med nocrum skipum og fölke ad hann
giæti vitad og i sannleÿka reint, hvort ecj findest fleÿre lónd edr eÿjar,
enn er nú fundin være, hvad hann fillelega meinti sier hepnaz múndi
[...].54
Og þá þess danska:
Anno Christi 1429 hafver en Borger aff Genua, udi italien/ aff det
Stamme Columba, anlangit hos kongen aff hispanien/ effter som
hand langsommelig tijd/hafde tient udi hans kongelige hoff/ at hand
vilde giffve hannem nogle faa Skibe under hænder/ met sin tilhørige
49 Jóhann Gunnar Ólafsson, „Magnús Jónsson í Vigur“, Skírnir 130/1956, bls. 107–
126, hér bls. 123–124.
50 JS 43 4to: http://handrit.is/en/manuscript/view/is/JS04-0043 [sótt 10. júní 2011].
51 Sama heimild.
52 Hans Hanson Skoning stendur skrifað í handritinu.
53 Á spássíu stendur 1492.
54 JS 43 4to, fol. 2r.
„LANDA UPPLEiTAN OG ÓKUNNAR SiGLiNGAR“