Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 137
137
um slóðum. Þriðja ferðin er hin sama og segir frá í Mundus Novus. Ferðin
var farin á vegum Manuels Portúgalskonungs, hún hófst 1501 og stóð til
1502. Hér segir Vespucci frá því að hann hafi siglt til Brasilíu og þaðan til
Patagóníu og að hann hafi ekki verið í Asíu heldur í nýrri heimsálfu. Má
vera að það sé ástæðan fyrir því að Martin Waldseemüller nefndi fjórðu
heimsálfuna Ameríku, Amerigo Vespucci til heiðurs, en ekki Kólumbíu
eftir þeim sem „fann“ hana. Fjórða ferðin var farin á árunum 1503 til
1504. Mönnum ber almennt saman um að frásögnin af ferðinni sé heldur
þokukennd og að hún hafi jafnvel aldrei verið farin.65 Vespucci-bréfin tvö
fóru víðs vegar og á árunum 1503 til 1507 voru þau gefin út víða í Evrópu
og á ýmsum tungumálum.
Fyrrnefnt bréf Vespuccis frá 1502–1503 til Pierfrancescos de Medici
er glatað í frumriti en hefur varðveist í latneskri þýðingu sem er titluð
Mundus Novus. Petri Francisci de Medicis Salutem plurimam. 1504 kom þetta
sama bréf út í Feneyjum, Róm og Augsburg undir titlinum Mundus Novus.
Næstu árin var það gefið út víða í Evrópu, meðal annars í Strassborg,
Antwerpen, Köln, Nürnberg, París, Antwerpen og Rostock.
Árið 1505 var Mundus Novus-bréfið þýtt úr latínu yfir á þýsku og prent-
að víða í hinum þýskumælandi heimi og margendurútgefið. Einnig er
bréfið til á lágþýsku frá 1506. Þessar útgáfur eru til marks um áhuga les-
enda á frásögn Vespuccis um nýjan heim. Honum tókst svo sannarlega að
vekja áhuga fólks á óþekktum löndum með líflegri frásögn sinni, einkum af
íbúum, siðum þeirra og venjum.66
Frásagnir Vespuccis eru jafnframt í ýmsum ferðasafnritum sem komu út
allt frá öndverðri 16. öld. Mundus Novus-bréfið er í safnriti Fracanzanos da
Montalboddo frá 1507 en Montalboddo þýddi það úr latínu yfir á ítölsku.
Þetta safnrit reisusagna var þýtt á þýsku og lágþýsku ári seinna eða 1508.
Bréfið er ennfremur að finna á latínu í safnriti Johanns Huttich og Simons
Grynaeus Novus orbis regionum frá 1532.67
Seinna bréfið sem er hér til umfjöllunar, Lettera, mun hafa komið út í
Flórens 1505–1506 og virðist strax hafa notið mikilla vinsælda. Því til vitn-
is eru uppskriftir og afrit í handriti sem hafa varðveist fram á þennan dag.68
65 Luciano Formisano, „introducción“, bls. 11–15.
66 Frauke Gewecke, Wie die neue Welt in die alte kam, bls. 98–108.
67 Christine Henschel, Italienische und französische Reiseberichte, bls. 298; Frauke
Gewecke, Wie die neue Welt in die alte kam, bls. 98–108.
68 Luciano Formisano, „introducción“, Amerigo Vespucci, Cartas de viaje; Luciano
Formisano, „introducción“ bls. 16.
„LANDA UPPLEiTAN OG ÓKUNNAR SiGLiNGAR“