Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 139
139
den 15. Octobris 1499. Dog strax der effter hand sig haffde Provianteris/
drog hand flux ud igien“74, og að lokum þeirri þriðju og síðustu: „[...]
Kongen aff Portugal/ skickede bud effter denne Vesputium, oc offver talde
hannem/ saa hand med 3. Skibe/ aar 1501, den 10. May er igien udseiglet/
den 3. Gang.“75
Skonning byggir frásögn sína á Lettera di Amerigo Vespucci delle isole
nuovamente ritrovate in quatro suoi viaggi eða Quattuor Americi Navegationes;
reyndar fellir hann brott fjórðu ferðina. úr vöndu er að ráða þegar kemur
að því að hafa upp á ritinu sem Skonning notaði við gerð samantektarinn-
ar. Má vera að hann hafi stuðst við þýska þýðingu, til að mynda þá sem
er í safnriti Simons Grynäus og Johanns Huttich. Í því er kafli um fjórar
ferðir Vespuccis og heitir hann „Hie folget eyn kurzter begriff der schif-
farten Albericj Vespucij: Von der Newen welt aus Hispanischer sprach
inn italianischer verdolmetscht.“76 En einnig má vera að hann hafi notað
önnur rit sem voru honum aðgengileg á þessum tíma.
Víkjum nú aftur að íslenska handritinu JS 43 4to frá 1660[80]. Í því er
varðveitt frásögn um Amerigo Vespucci, titluð „Americi Vesputii þáttur
um hans siglingar og landa uppleitun“. Er þá sagt frá sæfaranum og ferð-
um hans á um það bil sjö handskrifuðum blaðsíðum og hefst frásögnin með
eftirfarandi orðum: „Anno 1497 siglde Americus Vesputius frá Portúgal
með ödrum fleirum vöskum mönnum, sem firr höfðu siglt í þá stade og ad
ennú betr vissu veginn til þeirra ókunnu stada og plátza.“77 Og í framhald-
inu er sagt frá því sem bar fyrir augu í fyrstu siglingu sæfarans. Frásögnin
af annarri ferðinni er mjög stutt og byrjar á þessum orðum: „[...] og kom
þar 15. Octobris 1499. Enn strax sem hann hafdi keipt kost og drick sigldi
hann af stad afftúr.“78 Þriðja og síðasta ferðin sem sagt er frá var farin í
nafni portúgölsku krúnunnar: „hvar fyrir kongrinn af Portúgal sende bod
fyrir Vespútiúm og fieckst hann ad fara af stad j þridia sinn med þriú skip,
og gaf hann sig ä þä reÿsu 1501 dag 10. Maÿ.“79 Undir frásögnina er ritað
74 Sama rit, bls. 775.
75 Sama rit, bls. 776.
76 Simon Grynäus, New || welt, der landschaft= ||ten vnnd Jnsulen, so || bis he her
allen Altweltbeschrybern vnbekant/ || Jungst aber von ..., Straßburg, 1534, bls.
95. Sjá Universitäts- und Landesbibliothek Sachsen-Anhalt. Digitalisierung von
Drucken des 16. Jahrhunderts: http://bibliothek.uni-halle.de/dbib/digital/histor-
ische-drucke/vd16 [sótt 10. júní 2011].
77 JS 43 4to, fol. 6r.
78 Sama rit, fol. 8r.
79 Sama rit, fol. 8v.
„LANDA UPPLEiTAN OG ÓKUNNAR SiGLiNGAR“