Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 142
142
und Herren Carl römischen und hyspanischen König86 frá 1520 sem senni-
lega var þýtt úr latínu eða jafnvel spænsku. Tveimur árum síðar var Neue
zeitung. von dem lande. das die Sponier funden haben ym 1521. iare genant
Yucatan87 gefið út í Augsburg og sama ár komu út brot úr bréfum og
frásögnum Kólumbusar og Cortésar í heftinu Ein schöne neue zeytung so
Kayserlich Mayestat auss Indiat yetz neulich zükommen seind.88 Þessar útgáfur
eru nokkurs konar fréttabréf ætluð almenningi sem vildi gjarnan fá fréttir
af atburðum líðandi stundar. Sumir fréttablöðungarnir voru myndskreytt-
ir og gerði það lesturinn áhugaverðari.89 Annað og þriðja bréf Cortésar
komu út í þýskri þýðingu í Augsburg árið 1550 en þýðendurnir Sixtus
Brick og Andreas Diether sneru úr latínu. Titillinn er upphafslínur bréfs-
ins eins og var algengt á þeirri tíð og er á þessa leið: Ferdinandi Cortesi.
Von dem Newem Hispanien, so im Meer gegem Niedergang. Zwo gantz lustige
vnnd fruchtreiche Historien ...90 Svipaða sögu er að segja af þýðingum bréfa
Cortésar í öðrum Evrópulöndum.
Þess ber að geta að það er einkum annað bréf Cortésar sem var aftur og
aftur gefið út í Evrópu. Ástæðan kann að vera sú að það er einmitt þetta
bréf sem fjallar umfram allt um framandi þjóð í nýfundnu landi.
Bréf Cortésar sem og hans eigin frásagnir af Mexíkóförinni liggja
ýmsum samtímaverkum og seinni tíma króníkum til grundvallar. Má þar
nefna Mexíkósögu Franciscos López de Gómara frá 1552 er segir sögu
Cortésar og La verdadera historia de la conquista de México (rituð 1589) eftir
Bernal Díaz del Castillo sem fjallar um landvinninga Spánverja í Mexíkó.
Meðal seinni tíma króníka um Cortés og landvinninga hans í Mexíkó er
Historia de la conquista de Méjico, población y progresos de la América septentrio
nal, conocida con el nombre de Nueva España eftir Antonio de Solís sem kom
86 Titillinn í heild er Ein Auszug ettlicher Sendbrieff dem aller durchleüchtigisten gross
mechtigiste[n] Fürsten und Herren Carl römischen und hyspanische[n] König vnserm
gnedigen hern durch ire verordent Hauptleut, von wegen einer newgefunde[nen] Inseln,
der selbe[n] Gelegenheit vnd Jnwoner Sitten un[n] Gewonheite[n] inhaltend vor kurtzu
erschinen Tagen zugesandt. Bæklingurinn kom út í Nürnberg.
87 Neue zeitung. von dem lande. das die Sponier finden haben ym 1521. iare genant Jucatan
[...], Augsburg, 1522.
88 Christine Henschel, Italienische und französische Reiseberichte, bls. 284.
89 Antonio Sánchez Jiménez, „Libros y documentos relativos a Hernán Cortés en el
fondo de raros de la John Carter Brown Library (Providence, Rhode island, USA)“,
Revista de estudios extremeños 64/2008, 1, bls. 239–251, hér bls. 240.
90 Ángel Delgado Gómez, „introducción“, bls. 78–80.
ERLA ERLENDSDÓTTiR