Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 143
143
út árið 1684.91 Í inngangi að verki sínu skrifar Solís að hann hafi stuðst
við króníkur ýmissa fyrirrennara sinna og nefnir meðal annarra López de
Gómara sem, eins og áður sagði, leitaði í smiðju Cortésar.92
Verk Solís er til í danskri þýðingu frá miðri 18. öld. Birgitte Lange
þýddi söguna og kom hún út í Kaupmannahöfn árið 1747 undir titlinum
Historien om Conquêten af Mexico eller om Indtagelsen af de Nordlige America,
bekiendt under Navnet af Nye Spanien. 93 Á eftir formála þýðanda er titilsíða
þar sem segir að þýtt hafi verið úr spænsku: „Af Spansk oversat i vort
Danske Sprog af Birgitta Lange“.94 Í inngangi að verkinu lætur þýðandinn
þess getið að „Det Exemplar, jeg til denne Oversættelse haver betient mig
af, er trykt til Brussel Anno 1741 in folio“ og ástæðan sé sú að „Hvilket jeg
haver anført for deres Skyld, som forstaaer Originalen, og kunde faa lyst
til at eftersee hvor vidt jeg har træffet Sprogets Genie“.95 Einnig greinir
Birgitte Lange frá því að í flestu hafi hún fylgt frumritinu og „jeg har ikke
heller udeladt det ringeste, som komer historien ved, eller i nogen Maade
kunde tiene til dens Oplysning, men aleene taget mig den frihed at for-
bigaae en Deel urimelige Fabler om Fandens Samtale med Motezuma
og de indianske præster, snart nogle daarlige Mirakler“ vegna þess að
skynsömum lesendum gæti leiðst slíkt hjal.96 Þýðing Birgitte Lange kom í
fyrstu út í tveimur bindum, síðar í einu bindi, og er í fimm hlutum. Hver
hluti er á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm kaflar97 og er verkið samtals
um 1030 blaðsíður.
91 Antonio de Solís, Historia de la conquista de Méjico población y progresos de la América
septentrional, conocida con el nombre de Nueva España, Buenos Aires: Emecé Editores,
1944.
92 Sama rit, bls. 15–27. „Valdremonos de los mismos autores que dejamos referidos
[...]“ stendur skrifað á bls. 27. Það er, Solís segist styðjast við aðrar frásagnir um
Mexíkó og nefnir í þessu sambandi Francisco López de Gómara, Bernal Díaz del
Castillo, Antonio de Herrera og aðra króníkuritara.
93 Birgitte Lange, Historien om Conquêten af Mexico eller om Indtagelsen af de Nordlige
America, bekiendt under Navnet af Nye Spanien, Kaupmannahöfn: Andreas Hartvig,
1747.
94 Sama rit, án blaðsíðutals. Athygli vekur hversu frönskuskotin þýðing Birgitte Lange
er og er titill hennar því til vitnis.
95 Sama rit, án blaðsíðutals.
96 Sama rit, án blaðsíðutals.
97 Fyrsti hluti er 21 kafli, annar hluti er 21 kafli, þriðji hluti er 20 kaflar, fjórði hluti
er 20 kaflar og fimmti hluti 25 kaflar, alls 107 kaflar.
„LANDA UPPLEiTAN OG ÓKUNNAR SiGLiNGAR“