Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 144
144
Tvö íslensk handrit frá 19. öld hafa að geyma sögur um landvinninga
Ferdínands Kortesar (Hernáns Cortés) í Mexíkó. Hið eldra, með safn-
markið Lbs 955 8vo, er frá 1806. Handritið er samsett og eru þar þrjú kver
bundin saman. Fyrsta kverið, og það sem hér er til umræðu, er Conquetten
af Mexico. Fyrir neðan titilinn stendur að sagan sé: „Samanlesin, uppskrif-
uð og a norrænu snuin af HJS“. Halldór Jakobsson (1735–1810) var sýslu-
maður að Felli í Kollafirði, Strandasýslu.98 Hann var einkum þekktur fyrir
söguritun. Halldór var um tíma í Kaupmannahöfn og ekki er loku fyrir
það skotið að hann hafi komist þar í tæri við ýmsar bækur og þýðingar,
meðal annars þýðingu Birgitte Lange.
Á fyrstu blaðsíðu handritsins er fyrirsögnin svohljóðandi: „Sagan af
þvï hvornen Spanskir eignúdúst Nordur Americam edr Vestúrjendien so
kólludú“ en seinna virðist yfirskriftin hafa verið leiðrétt því strikað er yfir
hana að hluta og skrifað „Extract af Conquetten af Mexico edr sögur um
þad hvornen Spanskir eignúdúst Norður Americam og Vesturienden so
kölluðu, ä íslenscu sett af Anonymo 1806“. Sagan er á 254 blöðum, eða
504 blaðsíður. Þar af eru sjö blaðsíður auðar.
yngra handritið, með safnmarkið Lbs 1155 4to, er Saga Ferdinands
Kortes ok Mexínga. Með bundnar eru ok ýmsar smásøgur nýrri tíða. Handritið er
talið vera frá um 1850 og íslenskað uppkast með hendi Gísla Konráðssonar
alþýðufræðimanns og sagnaritara. Saga Ferdinands Kortes ok Mexínga er
84,5 blöð, eða 169 blaðsíður.99
Við samanburð virðast sögurnar tvær að efni til vera ein og sama sagan.
Í báðum handritum skiptist saga Kortesar í þrjá þætti eða hluta, og hver
hluti í mismarga kafla en þar ber sögunum ekki saman.100 Nánari saman-
burður leiðir í ljós að ólíklegt er að sagan í yngra handritinu sé afrit af sög-
unni í því eldra. Má fyrst nefna að nokkur orðamunur er milli textanna og
þá virðist vanta kafla í eldri gerðina sem á hinn bóginn eru í þeirri yngri
eins og fram kemur í textabrotunum hér að neðan. Sögurnar um Cortés
hefjast á eftirfarandi orðum:
Í eldra handritinu, Lbs 955 8vo, frá 1806:
98 Lbs 955 8vo, Conquetten af Mexíkó, Handritasafn Landsbókasafns Íslands.
99 Lbs 1155 4to, Saga Ferdinands Kortesar ok Mexínga. Með bundnar eru ok ýmsar
smásøgur nýrri tíða, Handritasafn Landsbókasafns Íslands.
100 Í Lbs 955 8vo eru fyrsti og annar hluti 20 kaflar hvor, þriðji hluti er 15 kaflar en
samtals eru kaflarnir 55. Í Lbs 1155 4to er fyrsti hluti 19 kaflar, annar 24 og þriðji
21 og því eru samtals 64 kaflar í handritinu.
ERLA ERLENDSDÓTTiR