Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 152
152
orðið „téð“.3 Í Sigtinu er bæði rætt við „listfræðinga“ og „vísindamenn“ og
þannig er engu líkara en höfundarnir hafi gert ráð fyrir umfjöllun eins og
þessari og séu fyrirfram búnir að skopast að henni.4 Auk heldur er þátt-
urinn fullur af innskotum þar sem hinn tilbúni stjórnandi hans, Frímann
Gunnarsson, les setningar á vönduðu ritmáli á tilgerðarlegan hátt yfir
myndefni af fuglum eða honum sjálfum gangandi um á Ægisíðunni.5
Þannig verða allar tilraunir til að lýsa þættinum á íslensku ritmáli sam-
stundis innlimaðar í hinn „frímannska“ tón. Sigtið snýst að verulegu leyti
um sérstakt form sjónvarpsefnis og það er sú formtilraun sem hér verður
einkum til umfjöllunar.
Höfundar Sigtisins eru fjórir: leikstjórinn Ragnar Hansson og leikar-
arnir Gunnar Hansson, Friðrik Friðriksson og Halldór Gylfason. Fyrri
þátta röð Sigtisins verður einkum til umfjöllunar hér en hún var sýnd vorið
2006.6 Þáttaröðin er í stíl sviðsettrar heimildamyndar (e. mockumentary/
mockdocumentary) eða í þessu tilviki „fréttatengds“ sjónvarpsþáttar með
viðtölum þar sem kafað er í samfélagsleg málefni.7 Óopinber aðalpersóna
er hinn skáldaði umsjónarmaður þáttarins, Frímann Gunnarsson, sem
3 Í 4. þætti í seinni syrpu Sigtisins, „Fórnarlambið“, reynir aðalpersónan Frímann
Gunnarsson að selja sjónvarpsstjóra „Stöðvarinnar“ hugmynd að nýjum sjónvarps-
þætti sem hann hefur valið nafnið „Téð sál“ (Sigtið, ii, 4, 9:04–10:22).
4 Sigtið er ekki fyrsti íslenski gamanþátturinn sem vinnur með stöðu menningar-
rýnisins í samfélaginu. Þannig komu sérfræðingar talsvert við sögu í Radíusflug
um Davíðs Þórs Jónssonar og Steins Ármanns Magnússonar sem voru fluttar í
útvarpi (á Aðalstöðinni) 1992–1994, og síðan í sjónvarpi (í Dagsljósi Sjónvarpsins
1994–1996).
5 Þátturinn „Listamaðurinn“ hefst þannig á þessum texta: „Listir eru allt í kringum
okkur. Þær eru stór hluti af lífi okkar. En hvað drífur listamenn áfram í sköpun
sinni? Það hafa fáir íslenskir listamenn átt jafn miklum vinsældum að fagna og
Kári Brands. Lög hans hafa orðið eitt við mynstur samfélagsins og þegar best til
heppnast geta þau gert þig stoltan af því að vera Íslendingur. Tónlist hans í dag
einkennist af reynslu og fágun. Söngur hans er löngu kominn með húslykil að huga
okkar meðan textarnir vilja frekar læðast inn um bakdyrnar, laga kaffi fyrir okkur og
hækka í ofninum“ (Sigtið i, 1, 0:37–1:21). Undir þessu er myndskeið af Frímanni
Gunnarssyni geistlegum í Ásmundarsafni.
6 Í fyrri syrpu Sigtisins voru átta þættir: „Listamaðurinn“, „Þráhyggjur og áráttur“, „Í
skugga trúðsins“, „Dauðinn“, „Glæpur og refsing“, „Fordómar“, „Líf og stíll“, og
„... með Frímanni Gunnarssyni“ (aukaþáttur þar sem Frímann sjálfur er viðfangs-
efnið). Hér er miðað við röð þáttanna á mynddiskútgáfunni en ekki upphaflega
sýningarröð sem var önnur.
7 Jane Roscoe og Craig Hight nota hugtakið „mock-documentary“, sjá Faking It:
Mockdocumentary and the subversion of factuality, Manchester/Ny: Manchester
University Press, 2001.
ÁRMANN JAKOBSSON