Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 153
153
Gunnar Hansson leikur og sú persóna hefur raunar öðlast sjálfstætt líf
utan þáttaraðanna, eins og stundum gerist með vinsælar sögupersónur.8
Seinni þáttaröð Sigtisins var sýnd á Skjá einum á haustdögum 2006.9
Hún felur í sér nánari úttekt á Frímanni en þar er notuð hefðbundnari
frásögn í stíl kringumstæðnagamans (e. situation comedy) þar sem Frímann
er söguhetja en er ekki í orði kveðnu ábyrgur fyrir sjálfri þáttagerðinni
og um leið sögumannsígildi. Með því að breyta um form geta höfundar
horft á Frímann utan frá og með nýju sjónarhorni má skoða persónu hans
betur en gert var í fyrri þáttaröðinni. Það skapar ákveðna togstreitu í fyrri
þáttaröðinni að Frímann ætti sem sögumaður að hafa vald á frásögninni
og þar með ímyndað færi á að ritskoða atriði sem koma sér illa fyrir ímynd
hans, en fyrri þáttaröðin reyndi talsvert á raunveruleikablekkinguna hvað
þetta varðaði eins og vikið verður að síðar.
Í fyrri þáttaröðinni fóru Gunnar, Friðrik og Halldór með nánast öll
hlutverkin og þeir fara líka með flest lykilhlutverkin í seinni þáttaröð-
inni; Gunnar sést þó í færri hlutverkum en áður þar sem erfiðara er að
hafa Frímann nálægan án þess að hafa hann beinlínis á sviðinu þegar hann
er ekki lengur sögumannsrödd.10 Þar bætast þó við fleiri leikarar í lykil-
hlutverkum, m.a. Helga Braga Jónsdóttir, Álfrún örnólfsdóttir og Birgir
Ísleifur Gunnarsson.
Ástæða þess að sjónum er einkum beint að fyrri þáttaröðinni hér er ekki
sú að sú síðari sé ófyndnari heldur fremur að einkum verður hér fjallað
um möguleika hinnar sviðsettu heimildamyndar þar sem epík og dramatík
eru sameinuð. Seinni syrpan er aftur á móti algerlega dramatísk þar sem
8 Í þessu tilviki virðast höfundar frá upphafi hafa litið á Frímann sem margnota
persónu. Hann varð raunar til í auglýsingu fyrir golfverslunina Nevada Bob áður
en Sigtið var gert og hefur margoft komið fram í auglýsingum og víðar eftir daga
Sigtisins. Árið 2010 var Frímann aðalpersónan í þáttunum Mér er gamanmál þar
sem fjallað var um íslenska fyndni í norrænu samhengi og lífi persónunnar virðist
engan veginn vera lokið með því.
9 Fyrri þáttaröðin (Sigtið i) nefndist Sigtið með Frímanni Gunnarssyni en sú seinni
(Sigtið ii) Sigtið án Frímanns Gunnarssonar enda fjallar hún um líf Frímanns eftir að
hann hættir störfum við sjónvarpsþáttinn Sigtið. Nafn seinni syrpunnar er raunar
ekki mjög lýsandi þar sem hún snýst ekki um Sigtið án Frímanns heldur um Frímann
án Sigtisins. Í seinni syrpu Sigtisins eru sjö þættir: „Vitinn“, „Háskólinn“, „Börn“,
„Fórnarlambið“, „Sambandið“, „Listalestin“ og „Viðurkenningin“. Auk þess fylgir
henni aukaþáttur sem nefnist „Leikritið“ og fjallar um tilraun Frímanns til að setja
upp leikrit eftir sjálfan sig. Þar koma kunnir gamanleikarar (Eggert Þorleifsson,
Jón Gnarr og Sigurður Sigurjónsson) fyrir í gervi sjálfs sín.
10 Helsta persóna Halldórs, Grétar Bogi Halldórsson, fær líka meira rými í seinni
syrpunni og fyrir vikið leikur Friðrik Friðriksson flest hlutverk í henni.
ALLUR RAUNVERULEiKi ER FRAMLEiDDUR