Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Síða 159
159
um að ræða grafalvarlegt félagslegt vandamál áður en Frímann hefur upp
ræðu sína um fólk sem á erfitt og er hún öll í svipuðum stíl og þegar rætt
er um alvarlega veikt fólk.25 Þessi ýkta sjúkdómsvæðing þeirrar tiltölulega
venjulegu mannlegu hegðunar sem kemur fyrir í þættinum (s.s. lygaáráttu,
snertifíknar og beturvitringaháttar) verður spaugileg þar sem hingað til
hafa þessar tilteknu „áráttur“ ekki verið skilgreindar sem sjúkdómar.26
Eitt algengasta einkenni sviðsettra heimildamynda er rof hinnar list-
rænu blekkingar, það er þegar persónur gjóa augunum í átt til myndavél-
arinnar og minna okkur þannig á nálægð hennar. Ricky Gervais í gervi
Davids Brent í The Office náði góðum tökum á þessu lágstemmda stíl-
bragði; í hvert sinn sem hann gjóaði augunum í átt að vélinni var engu
líkara en hann væri að hugsa hvernig honum hefði tekist upp eða hvort
vélin hefði meðtekið hans útgáfu af veruleikanum (sem iðulega var afar
ótrúverðug) og þannig urðu áhorfendur áþreifanlega varir við að David
25 Sjúklingurinn sem þorir ekki að koma fram undir nafni og talar skyggður með
afbakaðri rödd hefur þannig tekið upp nafnið „Tanja Líf“ til að geta sent inn lausnir
í barnagetraunir (Sigtið i, 2, 19:10–19:39).
26 Í ljósi þess að sjúkdómsvæðing samfélagsins virðist síst af öllu á undanhaldi mætti
velta því fyrir sér hvort ákveðin hætta sé ekki á því að gamanið verði óskiljan-
legt eftir 20–30 ár þar sem þá verði allir farnir að ræða þessar tilteknu áráttur
á nákvæmlega þennan hátt. Með sjúkdómsvæðingu er átt við að hvers konar
vandamál sem áður voru skilgreind sem synd eða siðferðisleg vandamál eru nú
túlkuð sem sjúkdómar eða læknisfræðileg vandamál. Ferlinu er meðal annars
lýst í bókinni Sjúkdómsvæðing, Siðfræði og samtími 2, ritstj. Ólafur Páll Jónsson
og Andrea Ósk Jónsdóttir, Reykjavík: Fræðslunet Suðurlands/Siðfræðistofnun,
2004, með greinum eftir Stefán Hjörleifsson, Jóhann Ágúst Sigurðsson, Sigurð
Guðmundsson, Hildi Kristjánsdóttur og Vilhjálm Árnason. Í þeirri bók bendir
Jóhann Ágúst á eina hliðarverkun sjúkdómsvæðingarinnar, þ.e. að kenndir eins
og ótti og kvíði séu nú orðnar söluvara, sjá Jóhann Ágúst Sigurðsson, „Viðbrögð
við óhamingju“, Sjúkdóms væðing, bls. 21–28, hér bls. 23–24. Eins og Peter Conrad
og Joseph W. Schneider hafa lýst er hér um að ræða ferli sem hefur staðið alla 20.
öldina og stendur enn yfir, sjá verk þeirra Deviance and Medicalization: From Badness
to Sickness, Columbus, Ohio: Merrill, 1985 (1980). Þessi þróun er talin jákvæð af
mörgum en hefur þó hlotið talsverða gagnrýni seinustu áratugi, allt frá því að
austurríski heimspekingurinn ivan illich sendi frá sér bókina Medical Nemesis: The
Expropriation of Health (síðar kölluð Limits to Medicine) árið 1975. Rót þessa ferlis er
í upplýsingunni á 18. öld, nýju hugsanakerfi hennar og breyttum valdahlutföllum,
eins og fram kemur í verkum Michels Foucault, sjá einkum Naissance de la clinique:
une archéologie du regard médical, París: Presses Universitaires de France, 1963
og Histoire de la sexualité, 1: la volonté de savoir, París: Gallimard, 1976; sjá einnig
Útisetur: Samband geðlækninga, bókmennta og siðmenningar, ritstj. Matthías Viðar
Sæmundsson, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 1998, einkum
bls. 25–149.
ALLUR RAUNVERULEiKi ER FRAMLEiDDUR