Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 162
162
ar gamlar ljósmyndir frá 8. áratugnum eða öllu heldur myndir sem hafa
verið meðhöndlaðar þannig að þær líta út eins og polaroid-myndir frá
þeim tíma. Þetta „gamla myndefni“ nær iðulega að grafa nokkuð undan
sögunni sem viðmælendur Frímanns halda fram í viðtölunum. Þátturinn
hefst þannig á inngangi þar sem einn sonur Kralla trúðs, Hjalti Karlsson
sálfræðingur (leikinn af Halldóri Gylfasyni með svarta hárkollu), fullyrðir
að faðir hans hafi alls ekki verið einn af þessum skemmtikröftum sem
var fyndinn í vinnunni en leiðinlegur heima heldur hafi pabbi hans alltaf
verið „hress og skemmtilegur“.32 Myndirnar styðja þó þá reynslu hans
ekkert sérlega vel þar sem Karl leigubílstjóri (Kralli) er fremur þungbúinn
á mörgum myndanna, illa til fara eða jafnvel áfengisdauður.33
Síðan snýst þátturinn aðallega um viðtöl við þrjá syni Karls: Hjalta sál-
fræðing og fjölskylduráðgjafa, Halldór lækni (leikinn af Gunnari Hanssyni)
og Sigurð sálfræðing (sem Friðrik Friðriksson leikur) sem ólíkt bræðrum
sínum beitir óhefðbundnum aðferðum eins og dáleiðslu. Eins og jafnan í
Sigtinu eru viðtölin ýmist „talandi hausar“ (þar sem viðmælandinn er einn
í mynd) eða sviðsett samtöl (oftast við Frímann) á vinnustað bræðranna.34
Læknirinn er í hvítum slopp, annar sálfræðingurinn er á fínni skrifstofu
en sá þriðji er greinilega „óhefðbundinn“ og virðist einkum hitta sjúklinga
heima hjá sér í fremur ríkmannlegu einbýlishúsi. Síðan deila þeir bræður
um föðurinn og um eigin bernsku, óbeint þar sem þeir hittast ekki fyrr en
undir lok þáttarins en sögum þeirra ber þó engan veginn saman. Hjalti er
þeirra jákvæðastur eða „meðvirkastur“, eftir því hvernig áhorfandinn túlk-
ar mótsagnirnar. Hann fullyrðir þannig að faðir þeirra hafi alls ekki verið
áfengissjúklingur heldur þvert á móti listamaður (sem trúður) sem hafi
fengið sér vín með matnum en aldrei verið fullur og leiðinlegur.35 Áður
32 „Maður hefur oft heyrt svona viðtöl við einhverja leikara og einhverja svona
skemmtikrafta sem eru eitthvað að væla yfir því að … við erum bara, við erum bara
skemmtilegir í vinnunni og leiðinlegir heima og svona eitthvað blablablabla. En
pabbi var einhvern veginn alltaf … alltaf hress og skemmtilegur. Karlinn var það,
já, hann var það, karlinn, ég verð bara að játa það, já“ (Sigtið i, 3, 0:00–0:19).
33 Sigtið i, 3, 3:45–3:52, 4:14–4:25. Á einni myndinni er Kralli beinlínis sofandi (og
afar líklega áfengisdauður) á nærbol og með ginflösku í hendi (6:23–6:33) en yfir
honum standa hressir ljóshærðir drengir sem virðast ósnortnir af þessu ástandi
hans.
34 Þar sem Halldór Karlsson er leikinn af Gunnari Hanssyni sjást þeir Frímann Gunn-
arsson vitaskuld aldrei saman í mynd en klippingar í þættinum eru svo hraðar að
áhorfandi þarf að hafa fyrir því að taka eftir því.
35 „Ég man aldrei eftir neinum svona vandræðalegum mómentum … einhverjum
erfiðleikum tengt því sko. [Kralli] fékk sér rauðvín með mat og svona, kúltíveraður
ÁRMANN JAKOBSSON