Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 164
164
þessari skrauthvarfaþýðingarstarfsemi sinni tekur Frímann þannig þátt í
meðvirkni hinna bræðranna enda greinilega búinn að ákveða fyrirfram um
hvað þátturinn eigi að vera og vill ekki heyra neitt sem grefur undan þeirri
fyrirframgefnu túlkun. Hann leiðir með öllu hjá sér augljós átök bræðr-
anna og flytur þess í stað innblásna einræðu um hvernig þeir hafi hver á
sinn hátt fetað í fótspor föðurins.41
Eins konar hliðarsaga (sem Frímann hefur mun meiri áhuga á en áfeng-
isneyslu föðurins) er hvernig bræðurnir Halldór og Hjalti hafa nýtt sér hið
rauða trúðsnef föðurins í vinnunni.42 Halldór setur það þannig á sig þegar
hann upplýsir dauðvona sjúkling um hvað fyrir höndum sé en sá tekur
þessu furðu vel og tekur þannig þátt í leiknum.43 Hjalti beitir nefinu til að
fá sjúklinga sína til að ræða málin heiðarlega þó að einn þeirra gangi raun-
ar of langt að mati sálfræðingsins og játi á sig framhjáhald; þá skammar
Hjalti hann og áminnir hann, „aldrei að játa svona“, sem mætti líta á sem
lóð á þá vogarskál að sólríkum minningum hans um föðurinn sé ef til vill
ekki vel treystandi og hann sé í algjörri afneitun varðandi fortíðina.44 Að
lokum prófar Frímann að setja á sig nefið og notar um leið tækifærið og
spyr: „Það var þarna dómsmál sem faðir þinn lenti í þegar hann ...“ en þá
snarstöðvar meðvirki sonurinn hann og tekur af honum nefið.45 Báðir láta
síðan sem ekkert hafi verið sagt. Við áhorfendur fáum ekkert að vita um
hvað dómsmálið snerist, frekar en „leiðindamálið“ sem áður var nefnt – þó
að á hinn bóginn dugi þetta okkur til að sjá að Hjalti vill ekkert ræða sem
skyggir á jákvæða mynd sína af föðurnum og Frímann ætlar síst af öllu að
ganga á eftir honum.
41 Frímann leggur áherslu á það strax í upphafi að allir bræðurnir vinni við að hjálpa
fólki (Sigtið i, 3, 2:55–3:14) og flytur svo tilfinningaþrungna ræðu sem hefst á orð-
unum „ber er hver að baki nema sér bróður eigi“ um mikilvægi bræðrabanda undir
gömlum myndum af tveimur skellihlæjandi eldri drengjum og mun minni dreng
sem er jafnan þungbúinn á svip (15:00–15:25).
42 Sigtið i, 3, 7:01–10:54.
43 Sigtið i, 3, 10:16–10:54. Umræddur sjúklingur er Jens Parmes sem er smekklega
kallaður „dauðvona“ í texta við myndina. Jens Parmes er einnig lykilpersóna í þætt-
inum „Dauðanum“ (Sigtið i, 4, 14:40–17:05; 18:59–20:27) þar sem hann reynir að
sýna af sér æðruleysi og vera með gálgahúmor en Frímann veltir sér svo mikið upp
úr yfirvofandi dauða hans og skilgreinir gálgahúmorinn svo rækilega í návist hans
að það gerir honum ekki verkið auðvelt.
44 Sigtið i, 3, 8:34–9:32. Eiginmaðurinn sem um ræðir (afar hversdagslegur og grár
að sjá) telur konuna ekki jafn jákvæða gagnvart nefinu þótt sjálfur hafi hann alltaf
verið svolítill „sprellikarl“ (9:30).
45 Sigtið i, 3, 14:01–14:57.
ÁRMANN JAKOBSSON