Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 168

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 168
168 reynir að skrauthverfa sem „líkamann“ þó að Steinn Finnur haldi fast við fyrri skilgreiningu.54 Allan tímann leynir sér ekki að Frímann hefur lítinn áhuga á þessum ófræga og hálfmisheppnaða bróður en þeim mun meiri áhuga á hinum fræga og vinsæla Kára Brands sem hann nær þó aldrei tali af.55 Þó að Frímann þykist vera áhugasamur um listir yfirleitt blasir þannig við að áhugi hans er einkum á vinsælum listamönnum sem búa til afurðir sem seljast vel, á listinni sem vöru eða iðnaði. Í lok viðtalsins kemur Kári Brands aðvífandi og Frímann flytur tilfinningaþrungið eintal um samband bræðranna sem er algjörlega á skjön við það sem áhorfandinn sér í mynd (rifrildi bræðranna).56 Um leið og Steinn Finnur afhjúpast sem misheppn- aður og ósáttur listamaður afhjúpast Frímann sem hliðstæða hans. Honum hefur ekki heldur tekist að ræða við Kára Brands, manninn sem hann þráir að komast nálægt.57 Þess í stað situr hann uppi með allsendis ófrægan bróður hans. 54 Sigtið i, 1, 4:10–4:19, 4:55–5:03, 10:08–11:57. Steinn Finnur er órakaður í rauðum Che-bol og geislar ekki beinlínis af gleði og sjálfsöryggi. Hann kemst lítið að í þætt- inum þar sem Frímann grípur stöðugt fram í fyrir honum og heldur langar ræður yfir honum um hvaðeina sem í hugann kemur og tengist list ekki neitt á milli þess sem hann spyr heimskulegra spurninga sem Steinn Finnur á fá svör við. 55 Í kynningu þáttarins er Kári þannig kynntur sem meginefni þáttarins áður en kemur í ljós að Frímann hefur ekki náð viðtali við hann, aðeins bróður hans (sjá nmgr. 5). Aftur og aftur víkur Frímann talinu að Kára og spyr Stein Finn um hann og að lokum hvort þeir bræður hyggist vinna saman en svarið við því er: „Við höfum ekki unnið saman og hyggjumst ekki vinna saman í bráð“, þannig að þar grípur Frímann í tómt (sjá m.a. Sigtið i,1, 7:20–7:46, 16:46–17:06, 19:40–20:07). Hann spyr líka föður þeirra bræðra, Brand Árnason geðlækni, um þá báða og einnig Brandur virðist hrifnari af Kára en andlit hans verður steinrunnið þegar talið berst að Steini Finni og m.a. vinnu hans „með typpið á sér“ sem Brandur kannast ekkert við (6:18–6:48, 15:08–15:43). 56 „Þegar ég fylgdist með þessum bræðrum, listamönnum, tala saman, þá komst ég ekki hjá því að velta því fyrir mér hvað þeir voru að tala um. Voru þeir að ræða áform sín í framtíðinni, hugsanlega samvinnuverkefni? Eða voru þeir að líta yfir farinn veg, bera saman bækur sínar? Eldri, reyndari, frægari bróðirinn að benda þeim yngri, sem hafði verið meira leitandi í gegnum tíðina, á hvað mætti hugsanlega betur fara í sköpun hans svo að hann næði betur augum og eyrum hins almenna áhorfanda?“ (Sigtið i, 1, 18:59–19:31). 57 Víðar í Sigtinu kemur fram hversu mjög Frímann viðrar sig upp við fræga lista- menn, einkum Kára Brands og rithöfundinn Anton Garðar, og eltingarleikur hans við þá kemur við sögu í mörgum þáttum seinni syrpu (til dæmis „Vitanum“, „Sambandinu“ og „Listalestinni“). Listamennirnir þurfa reyndar að vera frægir og vinsælir meðal almennings til að Frímann sýni þeim áhuga. ÁRMANN JAKOBSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.