Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 170
170
því hvað Sigurður vinnur við en þegar það rennur loksins upp fyrir honum
í lok þáttarins að Sigurður og „tilsjónarmaðurinn“ eru ástmenn má glöggt
sjá hrylling í svip hans og hann stígur skref aftur á bak.61
Þó að þátturinn sé settur upp sem hálfgerð krossferð Frímanns gegn for-
dómum og misrétti talar hann stöðugt niður til hins hreyfihamlaða Sigurðar,
kallar hann „hugrakkan“ og „hvunndagshetju“,62 tekur sérstaklega fram að
hann taki „virkan þátt í samfélaginu“63 og þegar hann sækir hann heim segir
hann að honum „hafi verið séð fyrir“ góðu heimili og gefur sér þannig að
Sigurður sé á framfæri annarra.64 Allt eru þetta dæmigerðar klisjur um fatl-
aða úr orðræðu íslensks samfélags. Þegar Sigurður stamar botnar Frímann
stöðugt setningar hans65 og hann mætir með hjólastól að heimsækja Sigurð
og þykist vera að setja sig í spor hans (hvernig sé að „geta ekki tekið þátt í
lífinu á eðlilegan hátt“) þó að það blasi við að Sigurði finnst það óviðkunn-
anlegt.66 Þetta er gott dæmi um hvernig þátturinn afhjúpar yfirborðskennda
og ruddalega hegðun þeirra sem þykjast vera áhugasamir um málefni fatl-
aðra. Að þessu leyti er Frímann ekkert endilega einstakur.
Lokaþáttur syrpunnar (fyrir utan aukaþáttinn sem fjallar beinlínis um
Frímann sjálfan) markar ákveðin hvörf því að kastljós þáttarins beinist enn
frekar að Frímanni sjálfum. Sá þáttur, „Líf og stíll“, er greinilega byggður á
vinsælum sjónvarpsþáttum eins og Innliti/útliti sem var eitt af flaggskipum
sjónvarpsstöðvarinnar Skjás eins allan fyrsta áratug 21. aldar og var einmitt
sýndur þar um leið og Sigtið árið 2006. Í þættinum fer Frímann að sækja
heim hönnuðina og stílistana Finn örn Antonsson og Sigurjón Linnet.
Greinilegt er frá upphafi að hann er ekki aðeins mættur til þeirra sem
þáttastjórnandi heldur er hann helsti aðdáandi þeirra og sækist mjög eftir
áliti þeirra og virðingu.67 Frímann er sjálfur mikill snyrtipinni og snobb-
61 Sigtið i, 6, 19:15–21:34. Þó að Frímann sé mættur á svæðið til að berjast við for-
dóma blasir við hversu óþægilegt honum þykir að Sigurður og Baldur séu kær-
ustupar. Fyrst stígur hann eitt skref aftur á bak þegar það rennur upp fyrir honum
(væntanlega tæpum tveimur mínútum á eftir flestöllum áhorfendum) og svo annað
skref frá þeim þegar Baldur kyssir Sigurð og enn sést Frímann vandræðalegur í
návist parsins skömmu síðar (21:53–56). Nánar er fjallað um þessa „hómófóbíu“
Frímanns í þættinum „Sambandið“ í seinni syrpu en sá þáttur snýst aðallega um
það efni (Sigtið ii, 5).
62 Sigtið i, 6, 1:15, 3:10 og 8:24.
63 Sigtið i, 6, 1:19–1:20.
64 Sigtið i, 6, 17:25–17:28.
65 Sjá t.d. Sigtið i, 6, 2:24–2:26.
66 Sigtið i, 6, 9:00–9:05.
67 Sigtið i, 7, 1:07–5:52.
ÁRMANN JAKOBSSON