Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 171
171
aður mjög en þeir Finnur örn og Sigurjón eru holdgervingar snobbsins á
hinu nýríka Íslandi 21. aldar.68
Það blasir við að þeir félagarnir eru ekki einir um snobbið þar sem sjálf
menningarhetjan Kári Brands hefur sungið um „Gott dísæn“69 og stíl-
istarnir búa yfir slíku menningarauðmagni að þeir treysta sér til að selja
250 þúsund króna tölvu á 750 þúsund krónur „sem hönnun“.70 Frímann
bugtar sig og beygir fyrir þessum fáguðu mönnum en afhjúpar sig um leið
æ ofan í æ, lætur gabbast til að eyða fúlgum fjár í listaverk eftir Stein Finn
Brandsson frá „hvíta tímabilinu“ sem áður var minnst á,71 þykist vera yfir
sig hrifinn af kaffi sem þeim er veitt á kaffihúsi og tekur ekki nógu snemma
eftir því að það nýtur ekki náðar stílistanna og þannig gengur hann ítrekað
allt of langt í að herma eftir þeim og taka upp allar skoðanir þeirra.72 Þegar
hann síðan kemur heim til þeirra félaganna á óperu- og menningarkvöld
fer hann yfir strikið, drekkur of mikið, sígur hægt og rólega úr náðinni og
er að lokum sproksettur af Finni Erni fyrir ágengni sína. Í lok boðsins er
vandræðalegt augnablik þar sem Frímanni er nánast vísað út úr félagsskap
fagurkeranna og er þá listræn blekking Sigtisins rofin og leiðin vörðuð til
næstu syrpu.73 Dálæti Frímanns á stílistunum og fagurkerunum þarf ekki
að koma á óvart. Þeir standa fyrir snobb, yfirborðsmennsku og menn-
inguna sem verslunarvöru. Þannig eru þeir í miðju samfélagsins og þar vill
Frímann einmitt vera. Hann er enginn uppreisnarmaður heldur á hann
heima í hringiðu samfélagsumræðuiðnaðarins sem er í eðli sínu undir-
gefinn ráðandi öflum.
68 Þetta snyrtipinnaeðli Frímanns er líka leiðarminni í þættinum „Sambandinu“ í
seinni syrpu.
69 Lagið „Gott dísæn“ er flutt í þættinum „Listamanninum“ og víðar í þáttaröð-
inni.
70 Sigtið i, 7, 3:53–4:30. Hugtakið menningarauðmagn er sótt til franska heimspek-
ingsins og félagsfræðingsins Pierres Bourdieu, m.a. í „Cultural Reproduction and
Social Reproduction“, Knowledge, Education and Cultural Change: Papers in the
Sociology of Education, ritstj. Richard Brown, London: Tavistock, 1973, bls. 71–112.
Eins og sjá má á þeim Finni og Sigurjóni má auðveldlega breyta menningarlegu
auðmagni í efnahagslegt auðmagn, t.d. með því að selja tölvuna á 500 þúsund
krónum hærra verði „sem hönnun“.
71 Sigtið i, 7, 4:33–5:51. Þegar á Stein Finn er minnst man Frímann aðeins óljóst eftir
honum en þeim mun betur eftir bróður hans, Kára Brands.
72 Sigtið i, 7, 8:00–11:12.
73 Sigtið i, 7, 16:55–17:14. Þegar Frímann yfirgefur boðið í fússi góna aðrir gestir
vandræðalega á tökumanninn og Sigurjón hefur áður beðið hann að „hætta að
filma“ (16:38–16:44).
ALLUR RAUNVERULEiKi ER FRAMLEiDDUR